Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1899, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.04.1899, Blaðsíða 19
ura söfnuÖum. Vonanda og óskanda, að hanrt verði nú frani- vegis ávallt beinlínis þjónandi prestr Islendinga. Selkirk-safnaöarmenn hafa stór-mikiö gjört fyrir kirkju sína í seinni tíS. þeir hafa málað hana alla að innan, sett í hana ,,galerí“ fyrir framstafni, þiljað fordyrið, klætt altarið prýðilega, látið ábreiðu á gólfið fyrir innan gráðurnar, og loks keypt sér sunnan úr Bandaríkjum vönduð sæti í kirkjuna, sem kostað hafa hátt á annað hundrað dollara auk flutningskostn- aðar. Jietta er reglulegt stórvirki af svo fámennum söfnuði og ber vott um eigi lítinn kirkjulegan áhuga. Hr. Stefán Pálsson útskrifast væntanlega í vor frá guð- frœðisskólanum lúterska í Philadelphia. Hann hefir getið sér bezta orðstír á námsárum sínum bæði á þeim stór-merka prestaskóla og eins áðr meðan hann gekk á latínuskólann í Greenville, hið svo nefnda Thiel College. Eins og getið var um í ,,Sam. “ XIII, io hefir hann þessi tvö síðustu ársamfara guðfrœðisnámi sínu all-iðulega prédikað fyrir ensku-mælandi lúterskum söfnuðum ]?ar austr frá, og er hann því auðvitað þegar orðinn vanr því starfi. Hvað hann gjörir af sér í vor eftir að hann hefir lokið sér af á prestaskólanum mun ekki enn fastráðið. En oss er um það kunnugt, að hann hefir tilboð um prestsembætti, og það fleiri en eitt, austr í ríkjum. Vænt- anlega tœki hann þó köllun til prestskapar frá Islendingum hér vestra, ef hann fengi hana, og það enda þótt fyrir miklu minni launum væri í þeirri átt að gangast en búast má við í hinni á_ttinni. Og ef einhverjir lúterskir söfnuðir eða fólks- hópar íslendinga, sem að undanförnu ekki hafa haft neina verulega prestsþjónustu eða allsendis ónóga, treysti sér nú til að kalla til sín prest, þá gjörði þeir vel í að snúa sér til þessa unga og efnilega guðfrœðings áðr en hann bindr sig fastan hjá annarrar þjóðar fólki. Svo langt sem máttr kirkjufélags vors nær, teljum vér alveg víst, að það vildi styðja að því, að hr. Stefán Pálsson gæti starfað að útbreiðslu guðs ríkis hér meðal íslendinga. Kirkjurnar, sem myndirnar í þessu .-Sam.“-blaði eru af, eru báðar í prestakalli sóra Björns B. Jónssonar. Kirkja Vestrheimssafnaðar var reist þegar á árinu 1891, hornsteinslagning hennar 22. sunnudag eftir trínitatis það ár. Kirkjan i Marshall var og upphaflega reist sama ár, en 1892 braut fellibylr hana og lagði hana í rústir. Ekki lá hún þð lengi í rústum. Safnaðarmenn endrreistu hana á sama ári, og fór þar fyrsta guðsþjónusta fram 4. sunnudag í aðventu 1892. En báðar voru kirkjur þessar óvígðar þangað til um kirkjuþingsleyti 1897. Þá voru þær og St. Páls kirkja í Minneota allar vígðar sama daginn, 27. Júní, 2. sunnudag eftir trínitatis.i

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.