Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1899, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.05.1899, Blaðsíða 2
34 4- Svo áfram J?á hiS þyrnum stráöa skeiS, er ]?ú gekkst fyrst, heim, Jesús, heim sem ljúfast barn mig leiö —í Ijóssins vist, aS hvílast megi’ eg eftir æfi-harm í eilífs friöar ljósi guös viö barm. Sabbatsboðið. I fyrra kom út í Reykjavík bœklingr sá eftir D. Östlund, aðventista-trúboða, er nefnist ,, Hvíldardagr drottins og helgi- hald hans aö fornu og nýju“, 47 bls. í smáu átta blaði broti, titilblaöslaus. Og er tilgangr rits þessa aö reyna aö sann- fœra menn um, aö sjöundi dagr vikunnar, laugardagrinn, sé enn hinn guðlega lögboöni sabbatsdagr—fyrir kristið fólk á nýja testamentis tíöinni eins og forðum fyrir ísraelslýö á gamla testamentis tíðinni. En þaö er vitanlega eitt verulegt trúaratriöi meöal ,,sjöunda dags aöventista“, kirkjuflokks þess, er hr. Östlund heyrir til. Ritlingrinn er í sex þáttum með þessum fyrirsögnum: 1. Uppruni hvíldardagsins. 2. Sjöundi dagrinn og lögmál guðs. 3. Nýja testamentið og hvíldardagr- inn. 4. Vitnisburðr sögunnar um hvíldardaginn og breyting hans. 5. Helgihald sjöunda dagsins og mótmælendrnir. 6. Hvernig eigum vér að halda hvíldardaginn heilagan ? Trúarflokkr aðventista greinist í ýmsar minni deildir. Og hefir þess áðr verið getið hér í blaðinu, þegar minnzt var á bókina ,,Vegrinn til Krists“. Flokkrinn er upp kominn inn- an reformeruðu kirkjunnar, og hefir því í frœðakerfi sínu aðal- lega eða eingöngu tekið tillit til þeirra kenninga eða þess skiln- ings á guðs orði, sem þar er ráðandi. Rökfœrslu-tilraunir að- ventista geta og þar virzt hafa talsverðan sönnunarkraft. En fyrir lúterskum mönnum alls ekki, svo framarlega sem þeim sé nokkurn veginn ljóst, hverju þeirra eigin kirkja heldr fram í trúarjátningum sínum sem meginatriðum kenningar sinnar andspænis andastefnu reformeruðu kirkjuflokkanna yfir höfuð. Og að því, er snertir þennan helgidagsritling hr. Östlunds, sem nú hefir birzt á íslenzku, þá ber hann þess greinileg merki,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.