Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1899, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.05.1899, Blaðsíða 14
4.6 ár kirkjulegu hreífingar á Islandi í seinni tíö, hefir ekki verið það, að losa anda mannsins úr álögum hins illa og ókristilega, heldr að losa gjaldþegninn undan sköttum eða skyldum laganna — eða eitthvað því náskylt. —Fríkirkjuhreifingin, og meðal annars fríkirkjufundrinn, sem haldinn var í Seyðis- firði í fyrra, ber vott um þetta. Óánœgjan með prestinn, biluð trú og nálega opinber mótspyrna gegn hinu kristilega og kirkjulega, hvatti víst til þess fundar. En þegar á fund er komið, er það einungis fríkirkja, sem einhverjir leiðtogar þar vilja stofna, — ekki svo sem losast við prestinn, né kirkju, né kristindóm, — að eins fá fríkirkju. En einkennilegt má líklega telja þaö, að þorsteinn Erlingsson er fenginn til að tala fyrir og leggja ráð á með fríkirkju þessari og kosinn í nefnd til að koma henni á fót. Og enginn maðr sér neitt öfugt við annað eins og þetta; ekkert orö hefir veriö sagt um annan eins kirkjulegan skrípaleik sem þennan fríkirkju- fund Seyðfirðinga; ekki einu sinni þorsteinn, sem virðist þó skilja, að hann geti tæpast orðiö lúterskr fríkirkju-hyrningar- steinn, skorast undan slíku starfi, eftir að hafa sáö sínum kirkjulegu og kristilegu þyrnum út um allt land og eins og sannr Pílatusar postuli reynt aö flétta Kristi þyrnikórónu að nýju. — Vafalaust er þaö, að maörinn, sem setti saman hina ógætilegu guðlasts-sögu ,, Kristniboöarnir “ í ,, Sunnanfara II, 4 A, hefði víst rist sitt níð ööru eins, ef hann hefði ekki sjálfr tekið þátt í þessari kirkjulegu hreifing. Sú saga þorsteins er vafalaust ein hin gálausasta og hatrsfyllsta árás á trúboö og trú kristinna manna, sem maðr, upp alinn innan kristninnar, hefir frá sér látið. Fyndnin er fengin að láni, — allt nema guðlastiö og illskan til kristinna manna og ,, kristniboðanna • ‘, 3 merkra presta á Islandi, sem á synodus 1892 minntu á þá skyldu kristinna íslendinga, aö styðja trúboð kristinna manna meðal heiðingja. Sú saga er alveg ekki falleg fríkirkju- trúarjátning. Á Seyöisfirði var eg í landi um nóttina—fyrstu nótt mína í landi. Um kvöldið sat eg í húsi einu þar í kaupstaðnum við ýmsar samrœður fram um miðnætti. Eg var víst aö bíða kvöldskugganna. En þeir komu ekki; 20. Júní þekkir ekkert kvöld á Islandi; þá verör þar aldrei framoröið, aldrei dimmt. því hafði eg algjörlega gleymt. — Vitaskuld afsakaði eg gleymsku mína og fór til gististaðarins. En mikiö undr langaði mig til þess, aö Júní-sólin táknaði aöra birtu, sem lýsti þannig andlega lífið, aö það væri ávallt bjart kristilega yfir íslandi, engir kvöldskuggar fyrir kirkjuna, engin sólhvörf {yrir safnaðarlífið.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.