Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1899, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.05.1899, Blaðsíða 10
42 inum sér til skjóls í vornæöingnum, enda eru taldir um 200 þokudagar á ári við Berufjörð, sem er litlu sunnar. Eg sá því lítið til lands. Og þó eg vissi af Reyðarfjalli þar hið efra, fékk eg ekki að sjá það,né heldr fjörð samnefndan því þar norðr af, sem talsvert er orðinn nafnkunnr í kirkjusögu Islands þessi síðustu ár, fyrir fyrsta og aðal-utanþjóðkirkju- söfnuð landsins, sem þar á heima. Eg vissi af honum þar uppi í þokunni. Og eg fann til þess, hvernig þokan þar og annarsstaðar við föðurlandið, íþessu og öðrum kirkjumálum— og flestum öðrum málum, ekki að eins hamlar útsýn, heldr villir sjónir og tefr fund þess, er menn leita að. — Menn vita af því, en sjá það hvorki né finna, líkt og farþeginn, sem af þilfari leitaði að hinni fögru fjalla- og fjarða-útsýn, en árangrs- laust — vegna norðanþoku. Og það er ekki heldr ávallt einstaklingunum sjálfrátt að lenda í því myrkri — andlega eða líkamlega. Utlendingunum, sem voru samferða, þótti lítið koma til þess, er vér sáum af íslandi, og kvörtuðu þeir sáran um kulda. Og heldr hefði eg kosið, að þeir hefði álasað mér en landinu; svo vænt þótti mér nálega um hvern mosastein. Eg get því skilið, hve sárt íslenzkt fólk tekr til ættjarðarinnar. — En sjálfum þótti mér óumrœðilega vænt um þessa landsýn. Eg fór að hugsa um tvo fjarlæga söguatburði: ísraelsbörn, þegar þau komust yfir Rauða hafið, á leið til fyrirheitna landsins, og Columbus og hans menn, er þeir síðar sáu fyrst landið, þaðan sem eg nú kom. Hve þeir þökkuðu guði, létu það vera sitt fyrsta verk. Skyldi þeim hafa þótt mikið vænna um landsýn en mér þótti nú ? Eða þeirra þakklætis-skuld við drottin hafa verið meiri ? Og þó var gleði mín engan veginn óblandin. Eg fann til þess í þokunni og kuldanum ,,úti fyrir Fráskrúðsfirði“, að útlendingarnir skildu það rétt, að land og þjóð var ekki fjöl- skrúðug; það duldist engum þá, sem frá útlöndum kom, að þessi fóstra mín var harla ,,beinaber, brjóstin mögr og fölar kinnar“, og að þeir, sem þar búa, eiga við marga óblíðu að stríða. En því hrumari sem einhver móðir er, þeim mun meira kærleik eiga börn og náungar hennar að auðsýna henni, Og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.