Sameiningin - 01.05.1899, Blaðsíða 4
36
gildi gengiö meö Kristi, þaö ásamt öllu gyöinglegu hátíöahaldi,
-—og ekkert nýtt hið ytra lögboðið í staðinn. þessu til sönn-
unar þarf að eins að minna á þessi orð Páls postula í bréfinu
til Kólossamanna (2, 16 og 17): ,,Látið þess vegna engan
fordœma yðr fyrir mat eðr drykk, eðr nokkuð það, er snertir
hátíðir, tunglkomur eðr hvíldardaga, sem allt er skuggi hins
eftirkomanda, en Kristr er líkaminn sjálfr. “ Og með þessu
fellr kenning þeirra Östlunds og hans flokksmanna um sabb-
atsdaginn alveg um koll. Öll þeirra röksemdaleiðsla til sönn-
unar sínu máli með öllu árangrslaus.—Vér kristnir menn höld-
um eða eigum að halda sunnudaginn, upprisudag Jesú, heilag-
an af frjálsum vilja, en ekki samkvæmt neinu lögmálsboði.
Sunnudagrinn er að því leyti alveg undir sama númeri eins og
jóladagrinn, nýársdagrinn, skírdagrinn, föstudagrinn langi og
uppstigningardagrinn. Hve nær sem kristinni kirkju sýnist
það hljóti að verða til góðs fyrir trúarlífið getr hún þar af leið-
anda að ósekju tekið upp nýja helgidaga eða afnumið einhverja
hinna gömlu helgidaga. Og þetta hefir kirkjan marg-oft gjört
og gjörir enn í vorri tíð.—Lúter gamli vissi vel, hvað hann
gjörði, þegar hann í Frœðunum kom með útlegging sína á
þriðja boðorðinu: ,,Minnstu að halda hvíldardaginn heilagan. “
Eins og víst allir í kirkju vorri muna er útlegging hans á því
boði svo hljóðandi: ,, Vér eigum að óttast og elska guð, svo að
vér eigi fyrirlítum prédikanina né hans orð, heldr höldum það
heilagt, heyrum það gjarnan og lærum. “ Hann nefnir hér
engan dag. Skylda kristinna manna við guðs orð—hún og
ekkert annað—liggr í þriðja boðorðinu eftir hans skilningi.
Bœklingr Östlunds getr enga aðra þýðing haft fyrir oss,
lúterska íslendinga, en þá, að koma oss til að ryfja upp fyrir
oss barnalærdóm kirkju vorrar og halda honum fram gegn
dagveljurum og lögmálsþrælum nútíðarinnar.
Undarle}>t!
Eftir séra N. Steingrím þORLÁKSSON.
Ekki veit eg, hvað öðrum kann að sýnast, en undarlegt
sýnist mér það, að eitt mál, alls ekki þýðingarlítið, skuli, að