Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.10.1899, Blaðsíða 5
fljótt, að hún meinti það sem hún sagöi, og að hún flutti guðs orð með meiri krafti en þeir höfðu áður heyrt. þeim fanst jafnvel að það vera eitthvert nýtt guðsorð, sem hún flutti, þegar hún las úr biblíunni, og fóru þeir því að biðja um biblíu greifafrúarinnar; en hún sagði þeim að sín biblía væri ekkert öðruvísi en aðrar biblíur. Fyrir þessar tilraunir hennar komst algjörð breyting á hugsunarhátt og líferni þessara manna. þeir hættu drykkjuskapnum og svallinu, og lærðu að þekkja Jesúm Krist sem frelsara sinn og vin. Af þessu leiddi það, að þeir fóru að biðja hana að halda opinberar samkomur þar sem þeir áttu heima og konur þeirra gátu verið við. Hún var mjög treg til þess, en þó kom að því, að hún lét tilleiðast að gjöra einhverja tilraun, og fór í því skyni að finna prestinn í þorpinu; en þá fékk hún vitneskju um, að þar var enginn prestur. Sá, sem veriö hafði prestur þar, hafði framið sjálfs- morð áriö áður. Svo fór hún til skólakennarans, og þegar á samkomuna kom bað hún hann að lesa það sem hún hafði skrifað; en hann sagðist ekki mega þaö nema með leyfi prestsins, og úr því hann væri ekki til, mætti hann þaö alls ekki. Hún mátti því til aö gjöra það sjálf. Eftir þetta tal- aði hún víða og starf hennar varð altaf víðtækara. En ættingjum hennar þótti skömm að öllu þessu. Að hún skyldi vera að starfa meðal ruddalegra fiskimanna og eyða peningum sínum til aö gefa þeim að borða, þótti þeim hin mesta smán fyrir sína höfðinglegu ætt. þeim lukkaöist að ná henni og setja hana á vitskertra-spítala. þar mátti hún sitja og fella sín beisku tár í fimm vikur. þá var hafin rannsókn, sem leiddi til þess, að hún var frelsuð og henni veitt sín fullu réttindi aftur. Nú varð hún enn ákafari í starfi sínu en áður. Hún keypti skonnortu af Valdemar prinzi í Danmörku, og brúkaði hana til þess .að ferðast um á meðal fiskimannanna, ekki einungis á þýzkalandi, heldur einnig í Danmörku og víðar. Orðstír hennar barst út um alt þýzkaland og fleiri lönd. Hún var oft beöin að tala fyrir verkamönnunum í stórborgunum. I eitt skifti var hún beðin að koma til Hamborgar; en henni var ekki um að koma þangaö. þar hafði hún alist upp

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.