Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1900, Side 10

Sameiningin - 01.02.1900, Side 10
hinum gleðilegasta í þeim kafla æfi minnar, sem er viö ísland tengdr, þrátt fyrir sumt, sem eg heföi kosiö á annan veg. —Á þeim fundi sat, meöal annarra góöra vina, Nestor prestanna á Islandi í nútíðinni, séra þorvaldr Bjarnarson. Hann er al- kunnr fróöleiksmaör og gefr sig meðal annars nú mjög við enskum kirkjulegum bókmenntum, sem mun heldr fátítt á meðal íslenzkra sveitapresta — því ekki tel eg þar til ensku vantrúar-heimspekina í bókasafni eins vinar míns í höfuðstaö norðrlands, Akreyri. Frá kirkjuþinjgi „General Councils“. Eftir séra N. Stgr. Þorláksson. II. Forseti General Councils fyrir næstu tvö ár var kosinn sœnskr prestr, dr. Matt. C. Ranseen í Chicago. Varafor- setar eru sjálfkjörnir allir forsetar hinna ýmsu kirkjufélaga G. C.s nema forseti þess kirkjufélags, sem forseti G. C.s er úr. Forseti sœnsku sýnódunnar er þess vegna nú ekki í tölu vara- forsetanna. Eiga þeir því vitanlega allir sæti á þingi G. C.s og eiga að leggja fram fyrir það skýrslur um hag og starfa sinna kirkjufélaga. Eru þeir allir í framkvæmdarnefnd G. C.s ásamt með forseta, skrifurum (6) og féhirði. Sex stjórnar- nefndir (Boards) voru kosnar; 4 í heima-trúboösmálið, 1 fyrir hverja hinna 4 deilda, sem það skiftist í (sœnsk, þýzk, ensk og innflytjenda-deildin); 1 í heiðingja-trúboðsmálið, og 1 út- gáfunefnd, sem sér um útgáfu rita og bóka félagsins. Hafa allar þessar nefndir á hendi meðferð alla og umsjón þessara mála og framkvæmdir í þeim. Auk þeirra voru kosnar iystand- andi nefndir í ýms önnur mál, stór og smá. Er þetta ofr lítið sýnishorn af starfsemi félagsins; því nefndirnar eru allar starf- andi, en ekki að eins ,,standandi“, og hafa sumar ákaflega mikið verk að vinna. Skal eg geta þess, að það tók 4 klukku- stundir að lesa upp skýrslu stjórnarnefndarinnar í heiðingja- trúboðsmálinu. Skýrslur allar og álit allra þessara ýmsu milli-þinga-nefnda er búið að semja, þegar á þing kemr. Var

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.