Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1900, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.02.1900, Qupperneq 12
latínuskóla Pittsburg-sýnódunnar — hafa 3 íslendingar út- skrifazt af þeim skóla — og dr. Revere F. Weidner, forstöðu- maðr Chicago-prestaskólans, tilheyrandi Chicago-sýnódunni— 4 af prestum vorum hafa útskrifazt af þeim skóla. (Meira.) ------<------------- The Lutheran Cyclopedia er ritverk eitt nýlega út komiö á prent hjá Charles Scribner's Sons í New York, — eitt bindi í stóru 8 bl. broti, hátt á 6. hundraö blaðsíöur. Aðal-ritstjór- inn hefir veriö dr. H. E. Jacobs, hinn merki kennari við prestaskólann lúterska í Philadelphia, en með honum hefir John A. W. Haas prestr unnið í ritstjórninni. þetta er fjöl- frœðibók fyrir lútersku kirkjuna, og hafa ritstjórarnir útvegað sér í hana íitgjörðir, flestar mjög stuttar (smágreinir), en sumar talsvert langar, frá prestum og guðfrœöingum í hinum ýmsu deildum lútersku kirkjunnar í Vestrheimi. Og líka einn hinna merkustu lútersku guðfrœðinga á þýzkalandi, prófessor Zöckler í Greifswald, hefir verið fenginn til að leggja sinn skerf, þótt ekki sé mikill að vöxtum, til ritgjörðasafns þessa. Alls hafa til bókarinnar lagt um 180 manns, og er nafnaskrá yfir rithöfundana aftast í verkinu. Bók þessi er að ýmsu merkileg og getr orðið að miklu gagni, ekki að eins fyrir presta, heldr líka fyrir leikmenn. Hún hefir svo sem við er að búast stór-mikinn lúterskan fróð- leik að geyma. Sumar ritgjörðirnar eru ágætlega vel samdar. En hins vegar vantar þar ýmislegt, sem búast hefði mátt við að stæði þar. Og stöku greinir eru villandi, — eins og t. a. m. greinin um Manitoba [Lutheran Church in Manitoba) eftir John Nicum í Rochester, N. Y., prófessor og doktor. Eftir því, sem þar kemr fram, veit hann um enga aðra lúterska menn í þessum parti landsins en j?á, er tilheyra þýzku sýnód- unni frá 1897 ; og er þetta því merkilegra, þar sem dr. Nicum hefir sjálfr komið hingað til Winnipeg og fleiri staða í Manitoba. En þótt vor íslendinga sé ekki getið á þessum stað í bók- inni, pá er þó engan veginn svo að skilja, að annars sé þar egjandi fram hjá oss gengið. þvert á móti er tiltölulega

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.