Sameiningin - 01.05.1900, Blaðsíða 5
37
hiö nýja ,,upplag“ var io þúsund. þó haföi kveriö þurft aÖ
keppa viö 5 eöa 6 önnur kver, gömul og ný. En eg vissi til
þess, aö Ivlaveness var sjálfr óánœgðr meö kver sitt, ekki aö
eins eins og hver samvizkusamr maör er ávallt meö ófull-
komiö verk sitt, heldr vegna þess aö hann viö samning kvers-
ins þóttist ekki hafa getað fariö eftir hugsjón sinni á því,
hvernig kennslubók f kristindómi handa börnum ætti aö vera.
Sökum kirkjulegra ástœöna í Norvegi þurftu Frœöi Lúters
hin minni að leggjast til grundvallar. Hann áleit sig viö þaö
bundinn, enda lýsti yfir því, aö eins lengi og binda þyrfti sig
við Frœðin og þau aö leggjast til grundvallar, væri ekki unnt
aö semja kver handa börnum eins og það ætti að vera.
Af þessum ástœðum og vegna þess eg áleit, aö vér þyrftum aö
fá nýtt kver, haföi eg hugsað mér aö fara þess á leit við
Klaveness prest, hvort hann myndi ekki vera fáanlegr til þess
að semja kver handa íslenzku kirkjunni samkvæmt sinni
hugsjón á kristilegri barnalærdómsbók. því hjá oss þurfa
Frœði Lúters ekki að væra neinn þröskuldr aö þessu leyti; því
þau hafa ekki verið lögð til grundvallar hvorki fyrir kveri
Balles né kveri séra Helga. En nú, þegar kver Klave-
ness var komið út á íslenzku, gat ekkert úr þessu orðiö, að
minnsta kosti fyrst um sinn. Samt sem áör þykir mér vænt
um, aö vér eigum nú á íslenzku þetta kver, og er forstööu-
manni prestaskólans í Reykjavík, séra þórhalli Bjarnarsyni,
sem hefir íslenzkað það, mjög þakklátr fyrir. Hann hefir
með því unniö kirkju vorri og kristindómnum hjá oss þarft
verk.
Kver séra Helga heitins Hálfdanarsonar er ekki barna-
lærdómsbók, þótt hún sé svo kölluð. Séra Helgi hefir ekki
kunnað aö rita fyrir börn. Hœfilegleika til þess hefir hann
ekki átt, þrátt fyrir góða og mikla hœfilegleika aðra hjá hon-
um. Átti hann að því leyti sammerkt við svo marga aöra á-
gætismenn. Kveriö, sem notaö hefir veriö um langan aldr
í Norvegi og enn er að kalla eina kverið á meðal Norömanna
hér í landi, er alveg ótœkt kver handa börnum, og væri fyrir
löngu komið á forngripasafniö, ef Norömenn væri ekki, kirkju-
lega, aörir eins dauðans íhaldsmenn og þeir eru, Eg fæ mig