Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1900, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.05.1900, Blaðsíða 12
44 sér. því þeir, sem ekki gengu í lið með Únítörum, voru samt víöast hvar svo dasaöir af áhrifum flóösins, aö þeir urðu afl- lausir til lúterskra framkvæmda ; og þetta ástand hefir allt aö þessu einkennt Nýja ísland aö miklu leyti, aö undanteknum Brœörasöfnuöi viö íslendingafljót. En þetta varð ekki þann- ig í Mikley. þótt meiri hlutinn sópaöist þar með í snjóflóð- inu eins og annarsstaðar, þá voru þó fáeinir menn, sem flóðiö gat ekki fellt. þeir stóðu uppi í baráttunni og hugðust halda áfram sínum lúterska söfnuði, hvað sem á kynni að dynja. þeir voru einbeittir og samtaka, hafa haldið söfnuði sínum í góðu lagi og verndað vel réttindi hans. í vetr var skotið sam- an fé til að gjöra við kirkjuna, og tóku margir utansafnaðar- menn þátt í þeim samskotum. I missíónarsjóð kirkjufélags- ins lögðu Mikleyingar ríflegar en nokkurt annaö byggðarlag í Nýja íslandi. í ferðinni mynduðust nýir söfnuöir í Breiðuvíkinni og á Gimli, og samþykktu þeir báðir ákvæði um það, að ganga í kirkjufélagið. í hinn síðarnefnda voru innritaðir um 60 fermdir meðlimir. Enn fremr voru á ný ,, organséraðir “ söfn- uðirnir í Arnesbyggð og Víðinesbyggð, og einnig byrjað á hinu sama með Fljótshlíðarsöfnuð, þó það væri ekki komið eins langt. Allir þessir söfnuðir standa í kirkjufélaginu, þótt um tíma hafi það verið nafnið tómt. A öllum þessum fund- um til að stofna og endrreisa söfnuði voru menn sáttir og sammála og einhuga í því, aö uppbyggja kristilegan félagskap meðal sín. En nýgrœðinginn verðr að vernda. Söfnuð séra Odds V. Gíslasonar, Brœðrasöfnuð, heim- sótti eg; prédikaði þar miðvikudaginn 7. Marz. Prestr safn- aðarins var þá ekki heima, og hitti eg hann ekki fyrr en á Gimli, er eg var á suðrleið. II. í ferðinni um Álftavatns-nýlendu og Grunnavatns-nýlendu var eg að eins rúma viku. Fór eg þangað frá Winnipeg 22. Marz og kom til baka 30. s. m. Á þeim tíma hafði eg tvær guðsþjónustur, sína í hvorri byggð, og skírði 14 börn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.