Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1900, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.05.1900, Blaðsíða 15
4 7 fólk, sem ágætasta þátt hefir tekið í safnaöarstarfseminni hér syöra áör en þaö flutti norðr þangaö. Tvö börn skíröi eg í feröinni.—- Ekki þarf að taka frekar fram, hvernig menn tóku mér og erindi mínu. það var ómögulegt að gjöra það betr. Varð feröin og guðsþjónustu-samkoman mér til stór-gleði. Eg heyrði sagt, að til orða hefði komið, að byggðarmenn fengi pósthús, er nefna ætti Skálholt, og verðr svo vafalaust byggðin nefnd eftir því. Tel eg það eiga ágætlega við, að söfnuðr sveitarinnar sé heitinn eftir höfuðmanni Hólastóls, en sjálf byggðin eftir hinum fornfræga andlega höfuðstað ætt- jarðar vorrar. Guð blessi ,, Skálholts-byggð “ og Guðbrands- söfnuð! ,,Sameiningin“ á því láni að íagna, að geta í þetta skifti lagt fram fyrir lesendr sína hinn göfuga sálm Hallgríms Pétrs- sonar ,, Allt eins og blómstrið eina“ í enskri þýðing eftir hr. Eirík Magnússon, A. M., í Cambridge. þýðing þessi er ný og er hér fyrst prentuð. Og erum vér þess fullvissir, að þeir allir, sem annt er um heiðr íslenzkra bókmennta, verði hinum háttvirta þýðanda hjartanlega þakklátir fyrir ]?etta verk hans. því þýðingin er framúrskaranda meistaraverk. Fyrsta hugsan vor, er vér höfðum lesið sálmsþýðinguna til enda, var þessi: Svo myndi Hallgrímr sjálfr kveðið hafa, heföi hin enska tunga verið móðurmál hans. Og þessi hugsan hefir orðið fastari og fastari hjá oss, j?ví oftar sem vér höfum skoðað sálminn í ]?ess- um nýja og tígulega búningi. þetta er alls ekki nein lausa- ]?ýðing, eins og allir hljóta undir eins að sjá, er þeir bera þýð- ingarverk þetta saman við frumsálminn. Frumsálmrinn heldr sér algjörlega í hinni þýddu mynd hans, — heldr sér svo vel, að hvert einasta smá-geislabrot í trúarhugsunum höfundarins kemr út í þýðingunni, og orðalagið íslenzka sömuleiðis. En í annan stað er hinn enski búningr sálmsins svo vandaðr, að allsendis ekkert er þar, er af verði ráðið, að þetta sé þýðing. Sálmrinn ,,Allt eins og blómstrið eina“ er konungrinn meðal íslenzkra sálma, og um leið eitthvert allra fegrsta blóm- ið, sem fram hefir sprottið í gróðr-reit bókmennta vorra. Nú eru, svo sem kunnugt er, á þessu ári, í næsta mánuði, liðnar nfu aldir síðan Islendingar sem þjóð beygðu sig fyrir kristin-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.