Sameiningin - 01.05.1902, Page 3
nienn. ,,Hvað erum vér?“ — spuröu þau hvert annaÖ.
,, Hvaö verðr af oss síöar meir ? Erum vér að eins líkam-
legar smáagnir ? Eöa er ef til vill í oss hið innra hulið afl,
leyndardómsfullt líf, sem vér fáuin ekki skilið og skynsemis-
hugsan vorri er ofvaxiö að rannsaka ?“
Þau vissu það, að innan skemmra eöa lengra tíma
myndi þau verða flutt burt úr þáverandi bústöðum þeirra og
lögð niðr í kalda jöröina til þess að rotna þar. Þau gátu á
hverri stundu búizt við því, vesalingarnir, sem var farið að
þykja svo hjartanlega vænt hverjum um aðra — og svo stóð
nú reyndar á fyrir mörgum—, aö sjá garöyrlfjumanninn koma
til þess að sundra þeim og láta þessi œgilegu örlög á þeim
lenda. En merkilegt er það, aö einmitt þau af frœkornun-
um, sem töldu sig öllum vitrari, hirtu minnst um, hvaö við
tœki fyrir sér, — létu sem sér stœði algjörlega á sama, hvernig
fara kynni. Spurningin um það, hvort þeirra biði algjör
dauði eöa ekki, var þeim lítils virði, að því er virtist. Sum
lýstu jafnvel yfir því opinberlega, að það, sem þeirn geðjaðist
bezt að, væri fullvissan um ævarandi gjöreyðing. ,,Tilvera
eilífs lífs“—sagði einn af þessum spekingum—, ,,það að
geta aldrei dáið — það er ef til vill hræðilegasta hugsanin, sem
ískalt ímyndunaraflið getr látið verða til !“ Önnur frœkorn
komu með þá staðhœfing í nafni ,,vísindanna“, og kváðu
hana ,,ómótmælanlega og margsannaða“, aö einstaklingseðli
frœs gæti með engu móti haldizt eftir að frœið væri orðiö upp-
leyst; engin skynsemi gœdd og upplýst vera gæti eitt augna-
blik látið sér detta önnur eins fásinna í hug. Var unnt að
koma með nokkurt andmæli, sem dygði, gegn þessum vís-
indalegu fullyrðingum? Þessir hálærðu vitringar, sem út í
æsar höfðu rannsakað alla eðlisfrœðislega og efnafrœðislega
leyndardóma í frœheiminum, þóttust geta sannað, að eins víst
>g tvisvar tveir eru fjórir, eins víst lægi að eins rotnan fyrir
frœkornunum; og svo var þetta enn frekar rökstutt með löng-
um og snjöllum rœðum úr sömu átt.
Fjöl-mörg frœkorn létu sannfœrast af þessurn háfleygu
yfirlýsingum; og með því þau þorðu nú ekki lengr að trúa á
lífstilveru eftir dauðann, þá beygðu þau sig fyrir forlaga-
nauðsyninni og liföu eins og þeir, sem enga von hafa.