Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1902, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.05.1902, Qupperneq 11
43 á milli guSs sjálfs og mannsins—-eitthvað, sem maSrinn sjálfr lifir og reynir og ekki byggist á neinni sögusögn. Hún er einskonar ný sköpun,—nýtt óumrœðilega sterkt lífsafl, sem kemr inn í sál mannsins um leið og hann kemr guðdóm- inum svo nærri, aö hann fær þekkt hann. Guöstrúin er því í innsta eöli sínu ekki þaö aö hafa eitt- hvaö fyrir satt, sem maör hefir heyrt og lesið, heldr andlegr viöburör, er fram viö mann kemr og maör fær sjálfr and- lega reynslu fyrir. Hún er innifalin í því, að sjón andans opn- ast, svo maðrinn sér þann, sem óhult er að treysta, réttir honum höndina og lætr hann leiða sig. Hann lifir meö guð í huga sínum og finnr auga hans hvíla á hverri hugsun, orði og athöfn. Hann sér nú, hvað rétt er, miklu betr en nokkru sinni áðr og finnr nú til sársauka út af því, hve hörmulega langt lff hans er frá því að vera eins og þaö ætti aö vera. Hann biðr þá guð aö fyrirgefa sér og hjálpa sér. Svona var guðstrúin hjá Israelsþjóð. Móses og spá- mennirnir sögöu frá því, sem farið hafði á milli þeirra og drottins. Orö þeirra eru vitnisburör um það, sem fram við þá hafði komiö og lifandi varö í hjarta þeirra. Sá vitnis- burðr þeirra varö til þess að draga Israelsþjóð til guðs og láta marga fá lifandi reynslu fyrir hinu sama. En það, að þjóö- inni hætti svo mjög við að falla frá og virða þessa guðsþekk- ing vettugi, kom ávallt til af því, að henni hætti svo mjög við aö nema staðar viö vitnisburðinn, hlýða honum sem einhverj- nm útvortis myndugleika, en þréytast svo á því hvað eftir annað, af því það var ekki orðiö lifandi í sálunum og reynsl- una þess vegna vantaði fyrir því, aö þetta væri sannleikrinn. Tilhneigingin til að gjöra sig ánœgöa með annarra sögusögn, lifa á þeirra reynslu og beygja sig fyrir þeim myndugleika, í stað þess sjálfir að hafa fyrir því aö ganga svo nærri, að hin lifandi trú fengi vaknað í hjarta þeirra, varð trúarlífinu meö ísraelsmönnum að fótakefli, eins og hún ávallt hlýtr að verða, þar sem hún verðr ofan á. Guðstrúin í ísrael var eðlilega í byrjun. Gamla testa- mentiö segir oss frá upphafi hennar og þroska. Mannkynið er eins og barn, sem vex upp í föðurgarði, Það kann fyrst ekki

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.