Sameiningin - 01.05.1902, Page 5
37
þau kvöddust að skilnaði : , ,í guðs friði ! Innan skamms
mœtumst vér aftr. “—,,Já, vér munum aftr sjást“ — heyröust
önnur frœkorn segja, er þau hurfu undir moldar-ábreiöunni,
sem ofan á þau var látin. Og sum bœttu við sigri hrósandi:
,,Og Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo skrýddr eins og
vér munum verða í fylling tímans. “
Vantrúaðir vitringar, hálærðir heimspekingar, kaldlyndir
kæruleysingjar, hin meiri háttar frœ og minni háttar frœin —
allt hvarf á sínum tíma ofan í svarta, kalda jörðina.
Dagarnirliðu, vetrardagar kaldra krapahríða.næðandi vinda
og œðandi storma. Sólin kom aftr í Ijós með sí-vaxanda afli.
Jörðin, sem lá í dvala, tók smásaman að vermast af sólar-
geislunum. Enn sást þó ekkert merki þess, að breyting væri
að verða, enginn vísir til lífs, engin upprisa eða hreyfing.
Svo vantrúar-boðberarnir höfðu þá haft satt að mæla !
Því frœkornin öll höfðu greinilega horfið í moldinni, þar sem
þau voru grafin.
En eftir er að sjá, hvað fram kemr ,,í fylling tímans“
undir hinni bláu himinhvelfing í hinu tæra lofti og hinum
milda vorblæ. Hvílík gleði og sæla þá ! Nýjar engilfagrar
verur birtast þá. Skepnan endrfœdd. Hvílík opinberan !
Þarna sérðu frœkornin litlu dökku, lítilmótlegu, sem áðr voru.
Hvílík ummyndan ! ,,Líttu á mig !“—segir fjólan í lágurrí
róm við sóleygjuna. ,,Þekkirðu mig? Eg kannast vel við þig.
Þú ert systkini mitt, sóleyg. Við erum enn þær sömu sem
við vorum, og þó ekki eins og áðr. Gef mér morgunkoss
upprisunnar ! “ Og hinir angandi blómstrbikarar þeirra
beygðu sig hvor að öðrum. Eilífðarblóm ljómandi í fegrð
morgunroðans, kattaraugu, rósir og liljur—öll þessi blóm eru
þar, hvert um sig með sínum glitrandi sérkennum, vegsamleg'
gjörð fyrir opinberan hins hulda lífskjarna, sem læknum hefir
ekki tekizt að finna með líkskurðarhnífum sínum né náttúru-
frœðingum með stœkkunargleruin sínum.
Nætrgalinn syngr. Lœkjarbuldrið heyrist. Sólin glamp-
ar á grœnu laufskrúði. Döggin dreifir út demantskenndum
dropum yfir dúnmjúka gras-ábreiðu grundarinnar. Fiðrildin
líða suðandi milli blómanna. Hvílíkr unaðr ! Hvílík dýrð !