Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1904, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.03.1904, Blaðsíða 7
3 við börn sín. Auk heimaprestsins, séra Rúnólfs Marteinsson- ar, voru tveir af prestum kirkjufélagsins þar staddir, séra N. Steingrímr Þorláksson og séra Jón Bjarnason, og enn fremr var séra Einar Vigfússon á einum þeirra (aö Geysi). Síöara daginn var snjóbylr og dró þaö úr aösókn fólks aö fundunum, sem þá voru haldnir. Þó var fundrinn á Gimli talsvert fjöl- mennr. Á öllum fundunum töluöu leikmenu og áttu góðan þátt í því, aö þeir heppnuðust eins vel og reynd varö á. Dr. Carl Aaron Swensson, forstööumaör fyrir Betany College i Lindsborg, Kansas, andaöist (í Los Angelos í Cali- forníu) 16. Febrúar á 47. aldrsári. Hann var einhver hinna allra fremstu kirkjulegu leiötoga Augustana-sýnódunnar soensku, og um tíma var hann forseti General Councils. Með fráfalli hans á bezta aldri hefir lúterska kirkjan í heild sinni orðiö fyrir stórkostlegu tjóni.I Júnímánuði síðastliðn- um flutti ,,Sam. “ merkilega grein eftir dr. Swensson, sem séra Björn B. Jónsson haföi þýtt. J. C. Hcuch biskup í Noregi (í Kristjánssandi) er látinu. Hann andaöist 13. Febrúar, 66 ára gamall, og missti kirkja vor hin lúterska þar einhvern frægasta og ágætasta son sinn og starísmann. Enginn á Norðrlöndum hefir meö ineiri skarpskyggni, heitari andagift og sterkara sannfœringarafli barizt gegn vantrú og hálftrú samtíðar sinnar en hann, og sennilega hefir hann í því tilliti verið öllum fremri í þeirri átt kristinnar kirkju. Hann ætti aö vera talsvert kunnr lesend- um,,Sam.“, því blað þetta hefir öðruhverju birt ýms sýnis- horn af vitnisburöum hans um trúna á Jesúm Krist. Heuch var áðr prestr í Kristjaníu og kirkjulegr blaðstjóri og gat sér jafn-mikla frægö í hvorritveggja stööunni. Prédikanasafn eftir hann kom út 1887, sem er frábærlega mikils virði. A£ öðrum ágætum ritum eftir hann frá þeirri tíö iná nefna ,,Eðli vantrúarinnar“ (Vantroens Vœsen). Undir kvöld æfidags síns tók hann opinberlega til máls — og mjög sterldega — út af nýju guðfrœðisstefnunni skynsemistrúarkenndu og biblíu* ‘kritíkinni’, sem á síöari árum hefir náð sér niðri meðal guð-. rœö iskennara og presta í Norvegi eins og í öörum lúterskum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.