Sameiningin - 01.03.1904, Page 8
4
löndum. Þá kom út bók hans straumnum“ (Mod
Strömmeu), og síöan önnur, sem nefnist ,,Svar“, því í hinni
síöarnefndu bók svarar hann því helzta, sem kom fram til
andmæla hinni fyrrnefndu bók. Svo sem við mátti búast
varð hann fyrir mörgum spjótstungum af hálfu kirkjulegra
andstœðinga sinna út af því, hve skýrt og hlífðarlaust hann
opinberaði veilurnar og vantrúarandann í guðfrœðiskenning-
um þeirra. Og segja má, að árásirnar á hann þessi síðustu
ár æfi hans hafi verið eins og þétt örvadrífa. En hann
kveinkaði sér ekki. Og með því að kasta sér þannig í drott-
ins nafni út í baráttuna er enginn vafi á þvf, að honum hefir
tekizt að stöðva eða brjóta skynsemistrúar-strauminn í norsku
kirkjunni til stórra muna. Það er nú miklu fremr vörn en
sókn fyrir talsmönnum nýju guðfrœðinnar í Norvegi. Og
hinn trúaði leikmannalýðr þess lands hefir nálega undantekn-
ingarlaust fylgt Hcuch biskupi að málum í styrjöld þessari.
Nýlega kom út á Þýzkalandi bók ein eftir kaþólskan
klerk Heinrich Denifle að nafni urn Lúter og kenning hans,
og verðr því ritverki síðar haldið áfram. Höfundrinn hefir
haft álit á sér fyrir það að vera heil-mikill vísindamaðr. En
þetta ritverk hans einkennir sig að því, hve svört og svívirði-
leg mynd þar er dregin upp af hinni miklu hetju reformazíón-
arinnar. Af óteljandi níðritum, sem sett hafa verið sarnan
um Lúter af páfamönnum, öld eftir öld allt fram á þennan
dag, er þetta víst það svæsnasta og blygðunarlausasta. En
það, sem merkilegast er, er það, að þessi rithöfundr kveðr
upp dónr sinn hinn óskaplega og djöfullega yfir Lúter í nafni
vísindanna. Þar er þá ein ,,niðrstaða hinna vísindalegu rann-
sókna“ í nútíðinni. En jafnvel kaþólskir menn hafa risið
upp til mótmæla gegn þessari ,,niðrstöðu vísindanna“.
Lúter segir: Verzlunarmenn hafa þetta iðulega fyrir
meginreglu, sem þeir bera fyrir sig í öllum fjármála-viðskift-
um: Eg sel vöru mína eins háu verði og eg get fengið. Þetta
telja þeir sig hafa rétt til. En á þennan hátt gefa þeir fjár-
græðgi sinni lausan tauminn og opna um leið dyr og glugga
helvítis eins mikið og verða má. Hvað annað myndi slíkt