Sameiningin - 01.03.1904, Síða 9
5
frterkja en jDetta: Eg þarf enga rellu að gjora mér út af ná-
unga mínum—? Lát tnig hafa minn gróða; — lát mig full-
nœgja ágirnd minni; og hvaö varðar mig svo um það, þótt
náungi minn verði í einni svipan fyrir tíföldum rangindum—?
—Gæt þess vel, hve stórkostlega þessi regla kemr í bága ekkl
að eins við lögmál kristilegs kærleika, heldr og við lögmál
náttúrlegs réttar. Hvað gott getr þá verið í verzlunarviðskift-
um manna? Myndi nokkur slík viðskifti geta verið laus við
synd, þar sem slíkr fjárdráttr er aðal-grein tniarinnar og
megin-regla breytninnar hjá verzlunarmanninum? Með þessu
er blátt áfram sett mark þjófnaðar og ránskapar á alla verzlan.
Rúm tíu ár eru liðin síðan lærð kona ensk, frú Agnes
Smith Lewis, fann í klaustri hinnar helgu Katrínar við Sínaí-
fjall handrit frá fornöld af sýrlenzkri þýðing allra guðspjall-
anna. Og grunaði biblíu-frœðinga víðsvegar um lönd brátt,
að á því handriti myndi mikið aö grœða. Sá grunr er nú
oröinn að fullkominni vissu eftir að handritið hefir af mörgum
vel fœrum mönnum vandlega verið rannsakað. Það þykir
sannað, að hinn gríski guðspjallatexti, sem þessi sýrlenzka
þýðing er eftir gjör, hafi verið miklu eldri en nokkurt þeirra
guðspjálla-handrita á hinni grísku írumtungu, sem nú eru til
eða mönnum kunn; og að nákvæmni þykir þessi þýðing guð-
spjallanna taka fram þeim sýrlenzku þýðingum, er áðr voru
kunnar. Eftir henni má vissulega leiðrétta ýmsar smá-villur
eða skekkjur, sem eftir að hún varð til hafa komizt inn í hinn
gríska texta guðspjallanna fyrir gáleysi þeirra manna, er unnu
að handritunum.
í Lúk. 1,63—64 stendr f íslenzku biblíunni (samhljóða
því, sem er í biblíum á öðrum tungum): (63. v.) ,,Hann
beiddi um spjald, og reit þar á: Jóhannes er nafn hans; og
furðaði alla á því. (64. v.) í þessu bili fékk hann aftr mál
sitt, og tók hann þá að tala og lofa guð. “ Samkvæmt sýr-
lenzku þýðingunni, sem um er að rœða, ætti orðin ,,og furö-
aði alla á því“ að standa seinast í 64. versi, en ekki seinast í
63. v., og mun flestum finnast það eðlilegra.— I páskadags-
guðspjallinu, Mark. 16, ætti á líkan hátt orðin ,,því hann var