Sameiningin - 01.03.1904, Side 10
6
næsta mikill“ að foerast til, flytjast úr 4. v. inn í 3. v., og
þau vers þá að hljóða svo: ,,Þær sögðu þá hver við aðra:
Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunnanum?
Því hann var næsta mikill. En er þær litu þangað, sáu þær,
að steininum hafði verið velt burt. “ —Jólalofsöngr englanna
í Lúk. 2, 14 hljóðar ekki eins í öllum fornaldar-handritunum
grísku af því guðspjalli. Og í hinni nýju þýðing þess guð-
spjalls frá endrskoðunarnefndinni í Reykjavík hljóðar hann
svo: ,,Dýrð sé í upphæðum guði'::'), og á jörðu friðr meðal
manna, sem velþóknan er á, “ og er síðari hluti þeirrar þýð-
ingar samhljóða því, er stendr í nýju biblíuþýðingunni ensku
(G/ory to God in the higliest, and on earth pcacc ainong wen
in whom he is wellplcased); en á spázíunni út frá þeim stað
er þess þar þó getið, að mörg forn handrit hafi annan les-
máta, og að eftir honum verði þýðingin eins og hjá oss hefir
tíðkazt:-----,,friðr á jörða og velþóknan yfir mönnunum“.
Samkvæmt sýrlenzka handritinu er nú víst líka réttast að láta
þau orð í íslenzku biblíunni standa, eða eins og fyrrum var:
,,og mönnum góðr vilji“. —I nýja testamentinu ísl. stendr—
Matt. 27, 9: ,,Þannig rættist það, er Jeremías segir: Þeir
tóku þá þrjátíu silfrpeninga, verð þess er metinn var“ o. s.
frv. Þar er að rœða um leirkerasmiðsakrinn, sem keyptr var
fyrir blóðpeningana. Hér hefir virzt villa hjá guðspjallamann-
inum, því að orð þau, sem þar er vitnað til, finnast alls ekki í
bók þess spámanns, sem nefndr er, heldr í spádómsbók Sak-
aríasar (11, 12-13). Nafn Jeremíasar stendr nú ekki á þess-
um stað guðspjallsins í sýrlenzku þýðingunni; spámaðrinn er
þar látinn ónefndr,— og hefir vafalaust svo verið í frumtext-
anum; og svo ætti framvegis að vera í biblíunni á íslenzku og
öllum öðrum tungum. Þar með hverfr einn ásteytingarsteinn
veiku trúarinnar hjá kristnu fólki.
Þetta eru að eins sýnishorn af leiðréttingum þeim á þýð-
ing guðspjallanna, sem sýrlenzka handritið nýfundna bendir til.
*) Óþörf breyting er þetta frá þeirri niðrröSun orðanna, sern allir íslend-
ingar hafa vanizt.
-------—-------------