Sameiningin - 01.03.1904, Page 14
formaör), Barner kammerherra, Bornemann kammerjung-
herra, Davidsen háskólastjóri, og Asschenfeldt Hansen, prestr
í Slemminge (pr. Saxkjöbing), formaör og féhirðir.
Samskonar bandalög hafa stofnuð veriö í öðrum evangel-
iskum löndum.
Hér geta allir vinir drottins, sem elska biblíuna sfna,
veriö með, ungir og gamlir, konur og karlar. Reyndar vitum
vér þaö, að biblían mun verja sig sjálf, eða öllu heldr: að
drottinn mun kunna ráð til að verja orð sitt. En vér vitum
og, að drottinn mun hafa mál sitt fram fyrir bœn og baráttu
vina sinna. Og ef börn guðs standa saman í þessu máli eins
og þéttskipuð herfylking, þá skal muna um það. Hjarlanlega
vildi eg líka með hugvekju þessari biðja þá menn, sem standa
fyrir almennum félagsmálum víðsvegar um land, og þar næst
einnig starfsmenn Heimatrúboðsins, og loks alla þá presta,
sem líta á mál þetta eins og vér, að safna fólki drottins sam-
an, hvern á sínum stað, til hluttöku í bandalagi voru. Árs-
tillagið frá hverjum félagslim er ein króna.og fé þvf, sem safn-
ast, verðr varið til útgáfu rita og annarra fyrirtœkja, er stutt
fá að því, að hin dýrmæta biblía vor skipi framvegis öndvegi
í hjörtum almennings eins og hún á tilkall til.
I því að styðja að þessu getr söfnuðrinn verið með bæði
í Danmörk, Norvegi og Svíþjóð, og öðrum evangeliskum lönd-
um. En þá ríðr á, að hver einstaklingr gjöri skyldu sína og
sé sér meðvitandi um hina persónulegu ábyrgð sína.
Ef vér á þennan hátt skipum oss hver við annars hlið ut-
an um drottin, þá mun biblíu-‘kritíkin’ líka neyðast til að
verða til gagns.- Á það hefir verið bent, að þegar Baptistar
hófu trúboð sitt hér í landi, þá fóru mörg guðs börn að koma
auga á dýrð skírnarsakramentisins miklu betr og skýrar en
áðr. Baptistarnir gátu eigi varnað því, að sú yrði afleiðing-
in af tilraun þeirra til að kollvarpa því sakramenti. Þannig
mun og afleiðingin af hinni niðrrífandi starfsemi biblíu-‘kritík-
arinnar’ verða sú, að bæði gamla testamentið og nýja testa-
mentið verðr guðs fólki langtum dýrmætara og meir
ómissanda, svo framarlega sem vér í árvekni og bœn
stöndum saman í baráttu þessari. Og að einu leyti enn mun