Sameiningin - 01.03.1904, Page 16
sem nokkra verulega þekkingu haía á því; en hún getr vilit
þeim mönnum sjónir, sem eru jafn-fáfróöir um þaö og höf-
undrinn sjálfr.
Eg ætla ekkert aö fara að deila við hr. G. Sv. um þaö,
hvort kristnum mönnum sé heimilt eða skylt að boða heið-
ingjum kristna trú. Vér kristnir menn höfum fengið þetta
boð frá frelsara vorum Jesú Kristi: ,,Farið og gjörið allar
þjóðirnar að lærisveinum, skírandi þær til nafns föðursins og
sonarins og heilags anda, kennandi þeim að halda allt, sem
eg hefi boðið }7ðr;“ og samkvæmt þessu boði teljum vér oss
ekki að eins heimilt, heldr og skylt að starfa að útbreiðslu
fagnaðarerindisins meðal heiðinna þjóða. Það er hverju orði
sannara og viðrkennt af öllum kristnum mönnum.að heimahjá
hinum svo nefndu kristnu þjóðum fer margt miðr en skyldi,
bæði að því er snertir trú og siöferði. En það getr ekki num-
ið úr gildi skyldu kristinna safnaða til þess að hlýðnast þessu
boði frelsarans. Hér er tvöfalt verkefni fyrir hendi, bæði
það að starfa að eflingu guös ríkis innan kristninnar, og að út-
breiðslu þess meðal heiðingja, — bæði heimatrúboð og heið-
ingjatrúboð. En það er á engum skynsamleguin rökum
byggt að segja, eins og hr. G. Sv. virðist gjöra, að öðru verk-
efninu megi ekki byrja að sinna fyrr en hitt sé fullkomlega af
hendi leyst. Það er hætt við, að það yrði þá nokkuð lengi út
undan.
Það væri fróðlegt að vita, hverjar heimildir hr. G. Sv.
hefir haft fyrir sér, þegar hann setti saman, almenningi til
fróðleiks og uppbyggingar, þessa smekklegu klausu, sem eg
tilfœri hér eins og hann hefir frá henni gengið: ,, Allir vita,
hversu Dönum koma Asíuþjóðirnar lítið við; en þó senda þeir
árlega trúboða til Indlands og Kína. En hver árangr trúboðs-
ins sé, má sjá af því, að árið 1902 voru skírðar á Indlandi
aS eins 11 manncskjur\ en í Kína 4 —fjórar(!) —; 13 trúboð-
ar fengust við að ,,umvenda“ þessum 15 mannskepnum (8 á
Indlandi, 5 í Kfna). Hvað ætli sá dagr heiti, þegar búið er
að skíra hinar mörgu milíónir manna þar austr frá, þegar
það gengr svona vel?!“—Þetta er nú allt, sem hann frœðir
lesendr sína um árangrinn af trúboðsstarfsemi kristinna þjóða