Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1904, Page 18

Sameiningin - 01.03.1904, Page 18
14 öðru en að það yrði bæði sjálfum honum og lesendum hans ábati. Ritsljóri ,,Fjallkonunnar“ hefir'gjört svo hljóðandi athuga- sem við greinina: ,,Grein þessari erum vér ekki að öllu leyti samdóma. “ Ritstj. er' prestr kristins safnaðar, Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík; hann gjörir vonandi áðr en langt líðr grein fyrir því, hvað það er í greininni, sem hann getr verið höfundi hennar samdóma um, og hversvegna hann lét blað sitt flytja hana,—því þ a ð langar fleiri en mig til að vita. ii. Febr. 1904. Frá missíónarpresti kirkjufélagsins. Eg byrjaði árið 1904 með því að heimsœkja Trínitatis- söfnuð í Big Grass, Man., og veita honum hálfsmánaðar prestsþjónustu. þremr dögum varði eg til þess að heimsœkja menn; allir tóku mér forkunnar-vel og fengu mér tafarlausa keyrslu um byggðina. Síðan settist eg urn kyrrt hjá Jóni Austmann og varði tímanum, mánuði, til þess að lesa yfir kristindómsfrœðin með 6 unglingum, sem höfðu þegar búizt við fermingu. — Þrisvar héldum vér guðsþjónustusamkom- ur, fyrst á heimili Jóns Austmanns, og síðan hjá Kristjáni Jónssyni. 17. Janúar var austan-hríð með frosthörku, en samt rýmdi Kristján íbúðarhús sitt og setti þar inn borð og bekki til guðsþjónustunnar. Þann dag staðfestu unglingarnir 6 skírnarheitið, og um leið neyttu nokkrir kvöldmáltíðar- sakramentisins, en eftir guðsþjónustuna bœttust tvær fjöl- skyldur við söfnuðinn. — Síðan afhentu safnaðarfulltrúarnir mér 33 dali til kirkjufélagsins. Þótt Trínitatis-söfnuðr sé ungr og fámennr, þá gefr hann góðar vonir um að verða þýðingarmikill liðr í kirkjufélaginu. Því safnaðarfulltrúar og safnaðarlimir eru áhugamiklir kristnir menn og skilja þýðingu félagsins. Jón Austmann skilaði mér á járnbrautarstöðina í Glad- stone, og hélt eg svo sem leið liggr til Winnipeg. 30. Janúar lagði eg aftr af stað, og ætlaði um West- bourne til Manitoba-vatns, en á leiðinni hitti eg hr. Skúla Sigfússon og bauð þaun mér keyrslu; þáði eg tilboð hans og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.