Sameiningin - 01.03.1904, Qupperneq 19
15
fór meö honum frá Reaburn til Mary Hill í Álftavatnsnýlendu.
Eg fann aö máli ýmsa bœndr þar í nýlendunni, svo sem þá
Sigfússonu, Jón Sigurðsson o. fl., dvaldi nokkra daga hjá
Halldóri Halldórssyni í Lundum, en Páll Reykdal ók meö
mig norör undir Siglunes við Manitoba-vatn. Allir tóku Álft-
vetningar mér hlýlega, en ekki safnaöarmyndunar umleitun
aö sama skapi. Þó eru það nokkrir og það atkvæðamenn,
sem ávallt hafa viljað og vilja enn, aö söfnuör myndist og sé í
kirkjufélagssambandinu, og meðal þeirra manna er séra Jón
Jónsson, sem þar býr. Hvaö eftir annað hafa helztu menn
byggöarinnar myndað söfnuð,en hann hefir jafn-harðan liðazt í
sundr og sem stendr er þar enginn söfnuðr aö kalla; þó gjörir
séra Jón Jónsson prestsverk fyrir menn eins og áðr, og al-
menningr er vel ánœgðr með þau. — Þaö er hvorki almenn
óánœgja viö kirkju né kristindóm, sem veldr hér erviðleikun-
um, heldr öllu fremr þreyta og óhugr meðal forkólfanna af
því að hver tilraunin eftir aðra skuli hafa oröið að engu. Það
sannast hér sem annarsstaðar í ísl. nýlendunum, þar sem
söfnuðir hafa myndazt án þess að ganga í kirkjufélagsheildina,
aö þeir hafa hörmulega fljótt liðazt sundr. — Álftavatns- og
Grunnavatns-byggöirnar eru þegar vaxnar saman, og munu
nálægt 200 ísl. búendr vera á því svæði. Það væri því ekki
all-lítið tjón fyrir vestr-ísl. þjóðflokkinn, að slíkr hópr væri
fyrir utan það félag, sem mest og bezt hefir haldið og heldr
honum saman.
Eg hafði heitið því að heimsœkja Sigluness- og Narrows-
Islendinga, en talsverðir erviöleikar voru á að komast þangað;
hitti eg þá Pál Reykdal, og naut eg þess, að hann er jafn-
fljótr til ráöa og dáða, því hann keyrði mig á gœðingi sínum
norðr undir Siglunes. Þar hitti eg fyrstan hr. Jónas Kr. Jón-
asson, og flutti hann mig norðr til Jörundar Eyford. Mœtt-
uinst við séra Oddr V. Gíslason ,,í miöju trogi“. Var eg viö
niessu hjá honum, en lét svo staðar numið, því séra Oddr tók
að sér aö gjöra nauðsynlegustu prestsverk þar norðr frá, um
tangana og í Bluff, jafnframt og hann liti eftir sjúklingum
sínuin. Vegna firrðar bœja og fámennis er óhugsanlegt að
mynda söfnuð um þessar slóöir, eða halda honum við, og var