Sameiningin - 01.06.1905, Qupperneq 15
63
kapellan hans brennd, hús hans brotið niör og eigur hans,
sem voru 150 þúsund dollara virðí, gjörðar aö engu. Hann
bjargaði líti sínu meö því aö fiýja ásamt konu sinni til Lund-
úna; íór hann þá ferö aö nætrlagi og komst í mestu krögg-
ur. Áriö 1794 kom hann til Vestrheims; hafði hann þá eitt
ár um sextugt, dvaldi þaö, er eftir var æfinnar í Northumber-
land í Pennsylvaníu og andaöist 1804 án þess aö rætzt heföi
draumar hans um nýlendu, þar sem frelsisþrá manna yröi
fullnœgt, en um slíka nýlendu-stofnan var hann sterklega aö
hugsa. Koma manns þessa til Ameríku myndi naumast hafa
haft nein hin minnstu áhrif á trúarhugsanir manna hér í álfu,
ef rit hans ekki hefði verið breidd út af þeim mönnurn, sem
aðhyllzt höföu þá ýmiskonar afneitan, er lá í Únítara-kenn-
ingurn hans.
Árið 1785 19. Júní var af fólki því, er tilheyröi ,,Kon-
ungs-kapellu“ í Boston, strikaö út úr tíðareglum þess safn-
aðar sérhvað, sem beinlínis eða óbeinlínis benti á þrenningar-
lærdóminn. 20 atkvæði voru með þeirri breyting, en 7 á
móti. Haíði þetta uppátœki átt langan undirbúning. Svo
sem kunnugt er var biskupakirkjan enska einskonar munaðar-
leysingi í Ameríku á þeim tíma, er nýlendulýðrinn var að
brjótast undan brezkum yfirráðum. Þar sem sú kirkjudeild
var nefnd ,,Englands-kirkja“, þótti sennilegt, að hún væri
Englendingum hlynnt, enda hurfu flestir prestar hennar aftr
til Englands. I tvö ár meðan á stjórnarbyltingunni stóð var
,, Konungs-kapel!a“ prestlaus, og í fjögur ár var hún notuð af
söfnuði ,,Suðr-kirkjunnar“, því það guðsþjónustuhús var þá
haft fyrir hermannastöð. Þeir fáu safnaöarlimir ,,Konungs-
kapellu“, sem eftir voru, kölluðu til sín í kennimannsem-
bættið prestinn James Freeman, sem útskrifazt hafði frá
Harvard-háskóla, og undir hans forustu lýsti söfnúðrinn yfir
því, að hann væri Únítara-trúar. Meðal presta Kongregazí-
ónalista voru ekki fáir, sem hölluðust í Únítara-átt. Ebenez-
er Gay frá Hingham hefir verið nefndr ,,faðir Únítara-trúar-
innar í Nýja Englandi“, en þeir kennimenn, setn mest höfðu
áhrif á huga almennings í þá átt, voru þeir Charles Chauncey
og Jonathan Mayhew. Og er sagt, að hinn síðarnefndi hafi
veriö ,, fyrsti prestrinn í Nýja Englandi, sem með skýrum orð_