Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1955, Page 20

Sameiningin - 01.10.1955, Page 20
42 Sameiningin Hjartans vinur! Hljótt er yfir heimaranni þennan dag. Þú í æðra ljósi lifir á landi sólar; skipt um hag, mitt í húmi söknuð sefar sigurvon um fagnaðs gnótt. Þar við mætumst, enginn efar. Ástarkveðjur! Góða nótt! Samúðarfyllzt, —Jóhannes H. Húnfjörð -------------☆-------------- Áætlanir um nýja elliheimilis- byggingu á Betel Eftir séra SIGURÐ ÓLAFSSON Á síðastliðnu kirkjuþingi Hins ev. lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, er haldið var að Gimli, Man., var samþykkt í einu hljóði að byggja nýtt hús fyrir Elliheimilið Betel á Gimli, þar sem að bygging sú, sem að heimilið er nú starfsrækt í, er nú orðin gömul og of lítil, og þarfnast mikill- ar aðgerðar við. Dvalarstaður vistfólks í kjallara hússins er nú afnuminn. Þriðja hæð hússins er talin óhæf til notkunar fyrir vistfólk öryggis vegna. Það var tilfinningin um aðkallandi og bráða nauðsyn til úrlausnar á þessu stóra vandamáli, sem knúði kirkjuþingið til að samþykkja ofangreint ákvæði. Biðlisti umsækjenda til dvalar á heimilinu fer stöðugt vaxandi. Margir umsækjenda eiga ekkert athvarf á ævikvöldi sínu, annað en von um að fá athvarf á Betel. Jafnframt ákvæði um byggingu var gerð samþykkt um fjársöfnun meðal íslendinga þessu stóra mannúðarmáli til framkvæmdar. Upphæð þess fjárs, sem nauðsynleg er talin, ákvað kirkjuþingið að yrði $175,000.00. Ákvæði þingsins var, að fjársöfnunin færi fram undir umsjón framkvæmdar- nefndar Kirkjufélagsins. En nú hefir dr. Valdimar J. Ey- lands, forseti félagsins, beðið Betel-nefndina að takast á

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.