Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1955, Page 32

Sameiningin - 01.10.1955, Page 32
54 Sameiningin höfundur að komi ekki til nokkurra mála. Forvígismenn í því liði eru sannfróðir margir, eins og John Gresham Machen; hann var einn af merkustu biblíufræðingum þessa lands. Trúvarnarrit mikið, An Introduction to Christian Apologeiics, eftir E. J. Carnell, nýlega gefið út, rökstyður sögulegan kristindóm með þróttmikilli hugsun og af víð- tækri þekkingu. Menn geta verið á öðru máli en Carnell í mörgum atriðum, en enginn getur með nokkurri sanngirni brugðið honum um heimsku eða vanþekkingu. Carnell hafnar allri hjálp frá Schleiermacher, Karli Barth, eða dul- trúarmönnum, sem gjöra lítið úr mannlegum rökum. Þessi íhaldsstefna, segir höfundur, er í raun og veru skynsemiska á vegum kristinnar trúar. Þá er kafli um frjálslyndið eða Modernismann, sem höf- undurinn kallar tilraun til að leiðrétta eða endurbæta gamlan rétttrúnað. Stefnan hélt sér að fáeinum grund- vallaratriðum, þótt leiðtogunum bæri annars vegar margt á milli. Hún vildi sníða kristnar kenningar eftir tíðarand- anum; neitaði því, að valdboð ritningar eða kirkju væri einhlít heimild fyrir trúnni; hneigðist allmjög að heimspeki Hegels; lagði mikla áherzlu á íveru Guðs í gjörvallri til- verunni, — Guðdómur Jesú Krists er sami guðdómurinn sem býr í öllum mönnum, aðeins í fyllra mæli, sögðu frjáls- trúarmenn. Þó héldu margir modernistar trúnni á yfirveru Guðs, íranscendentalismanum, í fórum sínum eins fyrir því. Modernisminn fylgdi niðurstöðum vísindanna af alhug, og þá um leið þeim biblíurannsóknum, sem samtíðin hugði góðar og gildar. Skoðanir á Jesú voru með ýmsu móti, en gengu þó flestar í þá átt, að gjöra djúpið sem minnst á milli hans og annara manna. Sama var um muninn á opinberun og almennri þekkingu. Lagði meiri áhuga á siðgæði en trú, og tók mannfélags-kristindóminn — Social Gospel — upp á arma sína. Það var sú kenning, að kristindómurinn ætti að beita sér sem allra mest í öllum umbótamálum. Einn af frumherjum þeirrar kenningar var Walter Rauschenbusch. Nafnið Social Gospel mun hann hafa fyrstur notað. En Rauschenbusch var þó meiri trúmaður en sumir þeir, sem síðar fóru með þessa kenningu. — Aðeleinkenni þessa frjáls- lyndis var bjartsýni; trú á gæzku manneðlisins og mátt þess að bjarga sjálfu sér frá illu. Ófriðurinn mikli og öll sú

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.