Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1959, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1959, Blaðsíða 15
Sameiningin 13 Það var farið með hann út á sviðið, og honum gefið annað tækifæri til að afneita Kristi, en þá mælti hann: „í áttatíu og sex ár hefi ég þjónað honum, og hann hefir aldrei brugðist mér. Hvernig á ég að afneita Drottni mínum og frelsara.“ Þegar honum var ógnað með villidýrum og eldi, þá reis hinn mikilhæfi og aldurhnigni biskup í enn hærra veldi: „Þið ógnið mér með eldi sem brennur aðeins eina klukkustund, og slokknar síðan, af því að þér vitið ekki um eld hins komandi dóms, og hina eilífu hegningu sem vondum mönnum er fyrirbúin. En eftir hverju bíðið þér? Komið með allar yðar ógnir.“ Og þegar þeir ætluðu að negla hann niður, þá sagði hann: „Lofið mér að vera eins og ég er, því að hann sem gerir mér unnt að þola eldinn, mun einnig gefa mér mátt til að vera kyrr á viðarkestinum, þó að þér neglið mig ekki niður.“ Fæst okkar hafa tækifæri til að líða píslarvætti, eins og Páll og Polycarp, en þó er það ekki ómögulegt. Dietrich Bonhoeffer var ungur kristinn Þjóðverji, og andstæðingur Hitlers. Hann hjálpaði til að starfrækja prestaskóla á laun, og mennta presta, á meðan seinni heimsstyrjöldin stóð yfir. Hann stóð í sambandi við kirkjudeildir utan Þýzkalands, fyrir milligöngu Alþjóðakirkjuráðsins, og flaug til Svíþjóðar á kirkjufund. Hann var viðriðinn samsæri nokkurra krist- inna leiðtoga gegn Hitler. Loks tóku hermenn Hitlers hann af lífi án dóms og laga. Norski biskupinn Eivild Berggrav gekk hiklaus og óhræddur á fund Vidkun Quisling, og þegar Quisling hrópaði í bræði sinni: „Þú ættir skilið að það væri höggvinn af þér hausinn,“ svaraði Berggrav ósköp rólega: „Jæja, ég er hér.“ Hann dvaldi í stofu-fangelsi á meðan Þjóðverjar hersátu Noreg, en stóð í leynilegu sam- bandi við „neðanjarðar“ hreyfinguna. Hann ritaði bók, og var stöðugt í sambandi við umheiminn. Bóndakona ein komst á fund hans með mjólkurflösku og sagði honum frá því að bóndi hennar hefði heyrt yfir útvarpið, að Erki- biskupinn í Kantaraborg væri að biðja fyrir honum. Þegar við segjumst vera kristnir, berum við þá vott um sterka og ákveðna guðstrú? „Strengjum við hvern þráð og hverja taug og þeytumst fram á leið?“ Eða erum við líkari þeim, sem eru með látalæti og slá stöðug vindhögg? Páll og Polycarp, Boenhofer og Berggrav og margar aðrar stríðs-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.