Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1949, Side 8

Sameiningin - 01.04.1949, Side 8
54 SAMEININGIN í þessu sambandi vitnar höf. til sálma Hallgríms svo sem: Bæn í freistingum og Mótlæti, og Um heimsins brygðlyndi, er báðir lýsa svo vel hvernig hann vinnur sigur á beiskju þeirri er örlög valda honum, og sýna baráttuna innst í djúp- um sálarinnar, fyrir trú sína, hina sigrandi trú á Guð er hann hafinn se má vængjum væri, yfir allar þær hindranir sem að heimurinn kann að færa, brotlegum manni til hneykslis og nauða. — Þá ræðir h.f. um léttlynd iHallgríms, er hann telur að “speglist mjög skýrt í ljóðum hans, einkum þó veraldlegum ljóðum, hvergi þó skýrara en í samkvæmis kvæðunum.” Þar er Hallgrímur ávalt hið kristna prúðmenni, kristinn fyrir- maður bæði að vitsmunum og skapgerð.” Sérstaklega kemst höf. fagurlega að orði, um léttlyndi Hallgríms, þegar raunir og mæða steðja að honum, t.d. eftir brennuna í Saurbæ, þegar hann missi svo að segja aleign sína; þá yrkir hann: “Syrgja skal spart.” “Þá er hann hið mikla karlmenni, hinn stolti herramaður, öruggur í guðstrausti sínu og ekki sérlega hryggur, þó að eitthvað af heimsins gæðum fari. Hann sýnist beinlínis ekki hafa kært sig nokkra ögn um auðlegð. Það kemur svo víða fram. Og neyðarlegastur er hann, þegar hann skopast að þeim sem þykjast miklir af peningum sínum. Getur þá orðið jafnvel beiskur.” Alþýðu- manns stolt Hallgríms segjir höf. að komi sárbitrast fram í umgengni hans við oflátunga og drambsama menn. “Oflátungalýsingin” er að dómi hans “föðurlegasta fleng- ing í íslenzkum bókmentum.” Hallgrímur er hafinn yfir alt yfirborðs líf; svo virkilegur var hann, svo máttugur sem trúarskáld, svo nærri alþýðu manna, að öld eftir öld hefir hann verið heitar elskaður og' betur skilinn af almenningi en nokkur maður annar fyrr eða síðar. Með aldri telur hann að tíginmannleg ró færðist yfir Hallgrím. Sálin er ósljóvguð, hann á meira jafnvægi hugar- ins. Hann vitnar til orða hans í Diasium, og tekur upp orð Hallgríms sjálfs: “Meðalhófið elska þú í öllu því, þú gerir. Það, er allra mannkosta rétt pláss.” Framhald

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.