Sameiningin - 01.04.1949, Qupperneq 13
SAMEININGIN
59
en hvað var það meðal slíks fjölda sem læknishjálpina
þurftu með.
Jafnvel þó nú væru 14 kvennlæknar til þess að sinna
staríinu datt henni í hug orð eins af krists postulum frá
fyrstu tíð. “Hvað eru þessir á meðal slíks fjölda.”
Hún hafði upphaflega þráð að fara inn í þorpin og gefa
tilsögn og upplýsingar um hreinlæti, og þar var ærið verk
að vinna, hún gat sagt þeim að óþrifnaðurinn og sorphaug-
arnir orsökuðu sjúkdóma, að sorþhaugana þyrfti að brenna,
og alt hreinlæti væri skilyrði fyrir góðri heilsu manna.
í draumum Dr. Swains, sá hún stúlkurnar fara út tvær
og tvær til að kenna og lækna og prédika; sýna konunum
hvernig þær ættu að hafa heimili sín og umhverfið hreint.
Kenna þeim að kóleran er ekki send mönnunum af reið-
innar guði tið að hegna þeim heldur væri hún orsök óþrifn-
aðar sjálfra þeirra og fávizku. Kenna þeim að forðast hinar
skaðlegu lækninga aðferðir sem eiðileggja heilsu barnanna
og gera þau aumingja alla æfi.
Dr. Swain hafði mikla aðsókn strax 1,300 sjúklingar sóttu
til hennar fyrsta árið sem hún var á Indlandi, en hún hafði
við mikla erfiðleika að stríða, fólkið var óþolinmótt, og bein-
brotum var ekki gefin tími til þess að gróa. Þrátt fyrir
mótmæli hennar, héldu margir að þeir væru að fullu grónir
sára sinna og beinbrota eftir þrjá daga. Það var henni ekki
til hughreystingar þegar henni var stundum sagt að verk
hennar væri gagnslaust.
Hún hafði ekki verið lengi á Indlandi þegar hún gekk
úr skugga um það að hún þyrfti að hafa eitthvert hæli þar
sem hún gæti tekið á móti sjúklingum. Heimilin voru ófull-
nægjandi dimm og óhrein, og ómögulegt að sinna þar sára-
lækningum svo vel færi. Að koma upp spítala var bráðnauð-
synlegt; en kostnaðurinn mundi verða $10,000, samt fór hún
að líta í kringum sig eftir hentugum stað, og hér fylgir sönn
saga sem meir líktist kynjasögu úr “Þúsund og einni nótt”
Andspænis trúboðsstöðinni var landspilda 42 ekrur að
stærð, “Ákjósanlegur staður” hugsaði Dr. Swain. “En eig-
andinn háttstandandi Prinz, Múhameðstrúar og svarinn ó-
vinur kristninnar, mundi aldrei samþykkja að selja það
hugsa ég, en við getum leitað til ráða Guðs.
Prinzinn bjó í Ramfore í 40 mílna fjarlægð og í þá daga
voru engir bílar á trúboðs svæðinu. Dr. Swain fékk tvo