Sameiningin - 01.06.1936, Page 6
storkinn tóbakslögur, suðandi flugnamor, fúnar fatadruslur,
illur daunn; andlit, skegg og hendur atað alt í sömu vilpunni.
—Aldrei hefir víst sjálfur líkþrárdauðinn verið afskaplegri
ásýndum. Og þó: menskur maður, afkvæmi Guðs eins og eg
sjálfur — bróðir minn. Marinn undir þessari menningu, sem
við köllum kristna. Og þurfti hjálpar við til að komast upp
dimman stiga, upp í morandi flatarsængina. — ó Kristur lík-
þrárra og beiningamanna, hvernig gazt þú gjört annað eins?
Eg vissi vel, að eg gat það ekki. Eg snerist á hæl og flýði.
Annað dæmi. Jósef Zangara beið aftökustundar, hataður
og fyrirlitinn, i svartholi suður í Florida. I>jóðin gjörvöll
hrópaði blóðhefnd yfir þann erki-fant. Hafði hann ekki veitt
Roosevélt sjálfum banatilræði? Enginn maður lagði honum
líknarorð eða mintist á nokkuð, sem gæti verið til afbötunar,
eins og arfgengi, lífskjör eða vitfirring. Alt af kveðið við
sama tón: skjótur dauði var of góður fyrir Zangara.
Eg gat ekki að því gjört; mig tók sárt til Jósefs Zangara.
Maðurinn var bróðir minn, hugsaði eg. Og hvað ef eg væri
nú í hans sporum? Og svo, í einhvers konar grillum, var eg
Jósef Zangara. Eg lifði barnsárin hans í huganum, eirðar-
leysið og flakkið, hungrið og rangsleitnina, og síðan hatrið.
Það var eg, sem beið aftökunnar í fangaklefanum; eg, sem
settist í banastólinn. Og áður en mig varði var eg farinn að
skrifa ástúðlegt bréf til Jósefs Zangara.
Mér var alvara með hvert orð í því bréfi og svo er ipér
enn. En eg sendi það aldrei. Hafði ekki hug til þess. Og
Jósef Zangara dó í þeirri hugsun að allur heimurinn hataði
hann. Vissi ekkert um það, og kærði sig ekkert, ef til vill,
að til var þó einn maður—. Hjá kristinni þjóð, hundrað
miljónum og betur til, talinni að eiga mikið af kærleika, mis-
kunn og nærgætni, fanst ekki annað en hatur til j)essa manns,
sem Guð skóp og mannfélagið snikkaði til á eftir. A svart-
nættinu í lífi þess manns hafði huggarinn einn veg til að
nálgast hann; það var í gegnum mig. Og eg brást honum, af
hugleysi. — Það er svo auðvelt að grípa um hárfín hugtök,
eins og faðerni Guðs og bróðerni mannanna!
Þriðja dæmi. Ekki langt frá mér, uppi í hálslöndum
Alabamaríkis, lifir nú fjölskylda hvít á hörund, en útlæg
fyrir löngu síðan úr þessu kristna og engilsaxneska mann-
félagi. Fyrir þá sök, að fyrir tuttugu árum fæddi ein dóttirin
óskilabarn, dökkan kynblending. En jafnvel á undan þeirri
blóðskömm var fólkið sama sem einangrað. Það var an-
kannalegt. Mæðgurnar plægðu akrana, stóðu í skógarhöggi