Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1936, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.06.1936, Qupperneq 8
98 hundrað mílur til að sjá knattleik, borgað hálfan þriðja dal fyrir aðgöngumiða, og keypt mér góða máltíð að kvöldi. A hverju missiri kaupi eg nýjan hatt, þótt sá gamli sé fullgóður. Eg sendi blómsveiga, bæði af kurteisi og fordild, á hvert heimili þar sem kunningi fellur í valinn. Aldinakökur, feita kalkúna og útlend vínföng legg eg til borðs heima hjá mér á hverjum tyllidegi. Kaffihúss-reikningurinn er nokkrir dalir á mánuði. Svipað l'er til leikhússins og í rakarann. En eg er fátækur maður, og svo eru aðrir hér í sveit, hundruðum saman. Fimta dæmi. Hér í nágrenninu er nítján ára kryplingur svartur, sem alveg vafalaust er gæddur frábærri sönglistar- gáfu. Hann vinnur fyrir hálfum öðrum dal á viku, með fæði, og dregur einhvern veginn saman nóg til að borga örfáar píanó-“lexíur” á ári. Hann er farinn að leika lög eftir Bach og Liszt mæta vel — áreiðanlega af till'inningu. Og þó fær hann ekki að æfa sig nema einu sinni í vilcu, þegar honum er leyft að nota slaghörpuræfilinn í kirkjunni sinni í tvær stundir samfleytt. Fyrir tvo dali á mánuði gæti eg leigt hljóð- færi handa þessum dreng og útvegað honum góða tilsögn fyrir aðra tvo.— Sjötta dæmi. Svertingjakona öldruð lifir hér á næstu grösum. Hún lifir á að “taka inn þvott.” Hún er um átt- rætt, ellihrum, sjónin á förum. Hún fékk sér gleraugu með pósti fyrir þrjátíu og fimm cent. Fyrir eina fimm dali gæti eg útvegað henni augnaskoðun og gleraugu með og líklega bjargað henni frá sjónleysi. Og hér eru mörg önnur dæmi þessu lík á næstu grösum. Sjöunda dæmi. í öllum sveitum hér nærlendis eru tugir svertingjabarna, sem ekki njóta þessarar tólf vikna árlegu skólavistar, er þeirn er ætluð — af því að þau hafa ekki skild- ing fyrir bækur og skólagögn. Þrír dalir handa hverju barni væri alveg nóg til að sjá þeim öllum fyrir skólavist. — Hér eru líka hvít börn í tugatali, sem þurfa lækningar við á augna- kvillum, eða skemdum tönnum eða hálseitlum, eða þá heilsu- samlegan mat og fatnað. — Og heilmargt íolk, sem af verstu fáfræði um almennar heilbrigðisreglur er jafnt og þétt að bera sýkingarefni út um alt nágrennið.—- AIls konar dæmi. Hér í þorpinu, þar sem eg vinn að skólakenslu, sé eg hvað eftir annað sex ára drengi reykja óhreina vindlings-stúfa, sem þeir hafa týnt upp úr sorpinu. Ef til vill úr munninum á sýkturn manni. En eg er of önnum kafinn, eða eitthvað hamlaður, og geng fram hjá þeim. Og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.