Sameiningin - 01.06.1936, Side 13
103
á eigin spítur, ekki aðeins með tómar hendur, heldur einnig
bundnar, til hvers sem gjöra skal, og með greipar dauðans
á hælum sér hvert sem flúið er.
Víða er unga fólkið að taka heimsvöldin sér í hendur.
Bandaríkin og England hafa gengið einna lengst í að gefa
ungum völd. Við tölum nú ekki um okkar litla ættland,
sem farið hefir svo langt að fela æskunni næstum alla stjórn.
Þetta og fleira er ótvíræður vitnisburður í þá átt hversu mikið
traust og miltla trú unga fólkið á hjá þjóð sinni þegar til
kastanna kemur.
Við þurfum engan kvíðboga að bera fyrir því að æskan
bregðist vonum þeirra, sem treysta henni. Unga fólkið, nú
sem áður, mun ráða fram úr vandamálum síns tíma.
Eg vil benda á vitnisburði nokkurra merkra manna um
unga fólkið. Þau hvetjandi orð sýna hvað þeir sjá hjá unga
fólkinu sem þekkja það, skilja það, og treysta því.
Herra Ivristleifur Þorsteinsson segir í Æskuminningum
sínum ( Kirkjuritið, Des. 1935, hls. 419): “Þjóðhátíðarsum-
arið 1874 færðist nýtt líf í sönginn. Lög Sveinbjarnar og
kvæði Matthíasar hrifu unga fólkið, sem óvant var miklu
góðgæti og innantómt af lærdómi. Urðu kvæðin næstum því
á hvers manns vörum. í veizlum, verbúðum, ferðamanna-
tjöldum og leitarmannaskálum, alstaðar ómuðu þessi fögru
lög og kvæði frá hafi til heiða. Var það einn votturinn um þá
andlegu hrifningu, sem þessi mikla hátíð hafði í för með sér.”
Sannarlega átti unga fólkið nokkurn þátt í því að hátíð-
in var landinu til sóma.
Séra K. K. ólafsson, forseti kirkjufélagsins, segir meðal
annars um sumarstarf sitt 1934 (við Manitoba-vatn): “Mess-
ur og samkomur aðrar voru framúrskarandi vel sóttar. Mér
fanst unun að því að flytja þessu fólki hoðskap. Andrúms-
loftið var eitlhvað svo uppörfandi og hressandi alstaðar.
Fólkið á opinn og vakandi hug og knýr fram hjá manni löng-
un til að láta því í té alt sein maður á yfir að ráða af áhrifum
og heilbrigðri hugsun á öllum sviðum. Það er áreiðanlega
ekkert andlegt óát í þeim sein svo greinilega hungrar eftir
haldgóðri fæðu. Sérstaklega þótti mér vænt um að unga
fólkið var yfirleitt enginn eftirbátur í því að sækja sam-
komur og að hlíða á með auðsæjum áhuga.”
Próf. Ásmundur Guðmundsson ritar: (Ferð um Dala-
prófastsdæmi, Ivirkjuritið, 1935, bls. 356): “Þátttakendur í
fundarhöldum með okkur voru samtals 73. Og taldist svo
L