Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1936, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.06.1936, Qupperneq 14
104 til, sem við hefðum alls fengið um 800 áheyrendur í ferð okkar, og er það tæpur helmingur fólksins í prófastsdæminu. Þóttu okkur það góðar viðtökur, og jafnvel enn betri en við höfðum þorað að vona, virka daga um hásláttinn. Þjóðin er vissulega ekki fráhverf andlegum málum. Þeir sem því halda fram þekkja hana ekki. Og því meir sem henni er treyst í þeim efnum, því síður mun hún l)regðast. Þessi ferð var mér ein sönnun þess. Nú eru akrarnir hvítir til upp- skeru. Og verkamennirnir mega ekki vera vantrúaðir, heldur trúaðir. Ekkert er að óttast. Þegar æskan í landinu sér, að okkur fullorðna fólkinu er kristindómurinn heilagt alvöru- mál, þá starfar hún með og verður okkur fremri. Svo mik- inn skilning og samúð fann eg í ferðinni og svo glöggan vott þess, að mæðurnar eru enn sem fyr æðstu prestar kristninnar í landinu, að eg tel þessa daga með þeim beztu, sem eg hefi Iifað. Það sama, hygg eg, að eg megi segja um samferða- mann minn.” Þetta er fagur vitnisburður og ekki sízt vegna þess, að ekki er kastað hnútum í einn til að upphefja annan. Eldri sem yngri njóta sannmælis. Árið 1928 huðu ung hjón sig fram, Mr. og Mrs. Fugla- stad, til trúboðsstarfs í Súdan í Afríku. Þau höfðu starfað þar aðeins nokkra mánuði þegar Mr. Fuglastad tók hitaveik- ina og dó. Þau hjónin voru einu hvítu manneskjurnar þar á stóru svæði. Mrs. Fuglastad varð ein að hjúkra manni sín- um í legu hans og jarða hann þegar hann dó. Þegar lát hans barst til trúboðsfélagsins sem sendi þau, buðu sig þegar í stað fram önnur ung hjón, að taka upp starf hins látna. Þau voru Mr. og Mrs. Odin Erickson frá Conrad, Montana. Þau hafa nú starfað í Súdan í fimm ár. f haust sigldu þau aftur til Súdan eftir nokkra hvíld i heimahögum sínum. En þegar þau fóru, skildu þau bæði börnin sín el'tir, dreng fjögra ára og annan rúmlega árs gamlan, og sem þau sjá ekki í næstu þrjú ár. Þetta er ungt fólk sem fórnar öllu, jafnvel lífi sínu, fyrir málefni frelsarans. Og eg trúi að þegar unga fólkið hefir komið auga á frelsara sinn, og fundið köllun sína í lífinu, að þá sé það, nú sem áður, viljugt að fórna öllu, jafnvel lífi sinu, til að gegna skyldu sinni. Áreiðanlega á unga fólkið leiðtoga sín á meðal sem gæddir eru hæfileikum, trú, og þreki sem sigrar allar þrautir. Treystum unga fólkinu.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.