Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1939, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.01.1939, Qupperneq 10
8 Guðrún Lárusdóttir Eftir ./. ./. Bíldfell. Það eru tvær aðalástæður fyrir því að eg hefi, fyrir hvatning vinar míns Sigurbjörns Sigurjónssonar, ákveðið að rita fáein minningarorð um Guðrúnu Lárusdóttur, með mvnd hennar í janúarhefti Sameiningarinnar. Fyrst eru það persóuleg kynni mín af Guðrúnu heitinni, og í öðru lagi það, að hennar hefir ekki verið minst, nema með stuttri dánarfregn í vestur-íslenzku blöðunum, sem mér og eflaust mörgum öðrum hér vestra finst sjálfsagt að gjört hefði verið, því sannarlega hefði það verið og væri Vestur-íslend- ingum ávinningur að kynnast og athuga lífsstarf þessarar göfugu og stórmerku konu. Það var árið 1909 að eg fyrst kyntist þeim hjónum. Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni og frú hans, Guðrúnu Lárusdóttur. Eg var á ferð á íslandi eftir 22 ára fjærveru frá ættlandi mínu og naut þá, sem síðar, sérstak- rar góðvildar og gestrisni á heimili þeirra hjóna, sem eg þó hafði aldrei þekt eða séð fyrri. Mér er enn minnistætt, er eg sá Guðrúnu Lárusdóttur fyrst, mér fanst svo mikið til hennar koma. Persóna hennar var tilkomumikil og tíguleg, en það var þó hvorki tign hennar né ytra atgerfi, sem mér fanst mest til um, þóLt hvorttveggja væri í bezta lagi, heldur framgangsháttur hennar og tal, þó hún væri í þetta sinn bæði fáorð og fáskiftin. En það, sem hún lagði til mála var svo vel grundað og ákveðið, að það gat ekki annað en vakið eftirtekt hjá ókunnum manni. Hið sama var að segja um hreyfingar hennar allar, þeim fylgdi, ásamt hátt- prýðinni, sama ákveðnin og öryggið eins og orðunum. Eg fór í burtu frá Ási eftir þessa fyrstu heimsókn mína með þá tilfinning í huga og hjarta, að frúin þar væri háttprúð og heilsteypt kona, sem sólin ætti enn eftir að verma. Þessi niðurstaða mín um skapgerð frú Guðrúnar átti eftir að

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.