Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1939, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.01.1939, Qupperneq 11
9 breytast að nokkru við nánari kynni af henni sjálfri, ritum hennar og starfi í þágu þjóðbræðra sinna og systra. Um skarpskygni hennar, orðprýði og grandgæfilega athugun á mönnum og málefnum var aldrei að efast, og ekki heldur um öryggi hennar í orði og athöfn. En þótti sá eða fáleiki, sem mér faiist bera á hjá henni við fyrstu kynningu, var af mér misskilinn, því hann var aðeins vörn hennar gegn því ókunna, eða óþekta, þar til dómgreind hennar hafði kveðið upp fullnaðar ákvæði um verðmæti þess. Auk hinna miklu andlegu hæfileika var frú Guðrúnu iánað næstum því óskiljanlega mikið starfsþrek. Hún var tíu barna móðir og veitti forstöðu stóru og umsvifamiklu heimili. Hún sat í stjórn Reykjavíkur-bæjar um langt skeið og vann að fátækramálum þess bæjar seint og snemma. Tók ákveðinn þátt í málum góðtemplara og vann ósleitilega á fyrri árum fyrir fyrsta kristniboðsfélag íslands, er móðir hennar, frú Kirstín, stofnaði, og veitti því síðar og K.F.U.K. forstöðu. Hún sat í sjö ár á alþingi þjóðar sinnar. Og auk alls þessa liggur mikið eftir hana af ritverkum, bæði skáldsögum og blaðagreinum, sem alt ber vott um heil- brigða lífsskoðun, miklar, fjölhæfar gáfur og næman skiln- ing á einstaklings afstöðu til meðborgara sinna. Þegar maður athugar ineð gaumgæfni hið víðtæka athafnasvið þessarar íslenzku konu, þá verður manni að spyrja: Hvaðan kom henni þróttur til að afkasta með prýði öllu þessu feikna verki og hversvegna færðist hún svona mikið í fang? Svar við þeim spurningum getur naumast orðið nema eitt. Það var hið kristilega lífsviðhorf hennar, hin hreina og heita kristna trú hennar, sem gaf henni áræðið, þrekið og þróttinn. Hún skoðaði sjálfa sig sem þjón drottins á lífsleiðinni og skildi það líka glögt að engin undanfærsla undan kristilegum skyldustörfum í vín- garði hans mátti eiga sér stað, verkefnin þar voru svo mörg. Hvar sem hún leit þá blöstu við henni mein meðbræðra hennar — mein, sem hún þráði að mega bæta — mein, sem hún lagði fram alla sína krafta til að bæta. Auðnuleysingj- arnir — þessir minstu bræður meistarans — voru svo marg- ir og áttu margir svo bágt. Það gat hún ekki látið afskifta- laust. Hún vildi helzt geta náð til þeirra allra með velvild sinni og viðkvæmni. Eg hefi sagt hér að framan að það hafi verið trúar- öryggi frú Guðrúnar Lárusdóttur, sem hafi veitt henni eld- inn og áræðið í hinu mikla og margbreytta starfi hennar,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.