Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1939, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.01.1939, Qupperneq 12
10 sem að framan er talið. En starfssvið hennar var víðtælcara en á hefir verið minst. Hún fann einnig tíma til þess að vinna með vaxandi ái’angri að trúfestu og trúvakningar málum með manni sínum, Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni, oft gegn andúð og ómildum dómum manna, sem annað hvort ekki skildu eða vildu ekki skilja aðstöðu þeirra. Það er annars einkennilegt og eftirtektarvert, að einmitt á því tímabili í nútíðarsögu þjóðarinnar íslenzku, þegar gildi hins sögulega kristindóms var rengt og rýrt á allan hátt, þá kemur þessi kona fram til þess að verja hann og trú feðra sinna, ekki aðeins með orðum, heldur líka í verk- um, og gjörir það á svo ákveðinn en þó óeigingjarnan hátt, að hún vekur alþjóðar eftirtekt með starfi sínu. Menn sögðu að hi'tn, og þau hjón bæði, væru persónu- gerfingar afturhalds og ófrelsis í trúmálunum. Auðvitað nær slík ákæra ekki nokkurri átt. Slíkir dómar eru engin nýmæli um menn, sem með festu og einurð halda fram þeim lífsskoðunum, sem andstæðar eru aldarandanum, sem fjöldinn vill fylgja. En nú er sókninni af hennar hálfu lokið; penninn lagður til hliðar, sverðið sliðrað og tungan stirðnuð. Þegar svo er komið þá geta menn, að jafnaði litið yfir farinn veg með meiri sanngirni og jafnaðargeði, heldur en meðan á sókninni stóð. Þegar eg lít yfir æfiferil þessarar mikilhæfu, íslenzku konu þá finst mér að hann heri vott um alt annað en aftur- hakl. Mér finst einmitt að hann beri ljósan og skýran vott um hið gagnstæða. Frá því fyrst að hún i vaxandi æsku- blóma kemur fram á sjónarsviðið og þar til að hún hverfur af því, er lífsstarf hennar alt sókn — sókn gegn öllu þvi, sem er Iágt og ljótt — sókn gegn því sem henni fanst rangt og óréttlátt — sókn gegn öbirgð og allsleysi — sókn gegn volæði og vesaldómi, framsókn til fegurra lífs, giftusamlegra viðhorfs og sannari þroska. Ef að sú andlega afstaða, sem skapar slíkt lífsviðhorf verðskuldar afturhalds nafnið, þá á eg ekki betri ósk þjóð- minni til handa, en að hún mætti eignast sem mest af því. Eða myndi sú persóna, sem frá sólaruppkonni til sólarlags leitast af öllum mætti við að hæta kjör olnbogabarna lífsins, og að leiða hvert lítið barn í lífinu er þráir skjól, verða með nokkru móti nelnd ófrjálslynd? En slíkt var lífsstarf frú Guðrúnar Lárusdóttur. Dauða frú Guðrúnar bar að á sorglegan og sviplegan

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.