Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1939, Side 13

Sameiningin - 01.01.1939, Side 13
11 hátt. Þau hjón, cand. theol. Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason og frú Guðrún, ásamt tveimur dætrum sínum, Guðrúnu Valgerði konu Einar Kristjánssonar í Reykjavík og Sigrúnu Kristínu, 17 ára gamalli stúlku, voru á ferð í bíl sér til hressingar austur i Árnessýslu. Bílstjórinn, sem var sá fimti i bílnum, hét Arnold Pedersen og var og liklega er þjónn við Elliheimilið í Reykjavík. Ferðinni, eftir að heilsa upp á kunningja er í leið þeirra voru, var heitið til Geysis og Gullfoss. Til Geysis komu þau 19. ágúst s.l. og gistu þar aðfaranótt laugardagsins, og héldu svo áleiðis til Gull- l'oss á laugardágsmorgun 20. ágúst. En á þeirri leið er Tungufljót, vatnsfall allmikið og er brúað, en við vestur- enda hrúarinnar liggur vegurinn að Gullfossi út af aðalveg- inum i skarpri hugðu. Ferðafólkið kom að vegamótum þessum að afhallanda hádegi, en þegar bílstjórinn ætlaði að sveigja inn á Gullfoss-brautina, varð hann þess var, að hemlar vagnsins voru í ólagi og sá að hann mundi ekki ná fugðunni, en þá var ekki nem um tvent að velja, halda áfram og eiga á hættu að bíllinn ylti um og ofan í fljótið, eða að renna beint ofan í það. Bílstjórinn kaus síðara úrræðið sökum þess að hann hugðil að fljótið mundi ekki mjög djúpt þar niður undan. En bíllinn sökk í hyldýpið með öllu sem í honum var og skorð- aðist á milli tveggja kletta á botni fljótsins. Bílstjórinn gat brotið glugga, er var gegn sæti hans, komst þar út og synti til lands. Sigurbjörn Á. Gíslason komst einnig út og bjargaðist aðfram kominn til lands með aðstoð bílstjór- ans, en mæðgurnar þrjár létu lífið. Eftir að líkin náðust og Iæknisskoðun hafði farið fram voru þau flutt til Reykjavíkur, þar sem fjórða líkið bættisl við ung stúlka, systir Einars manns Guðrúnar Valgerðar, — hafði hún dáið fáum stundum áður en slysið við Tungu- fljót vildi til. Jarðarför þessara l'jögra kvenna fór fram 27. ágúst s.l. Hún hófst með húskveðju að Ási er séra Þorsteinn Briem prófastur flutti; á undan húskveðjunni var sunginn sálm- urinn: “Ljúft er sjón í hæð að hefja,” en á eftir “Til himins upp vor liggur leið.” Báðir þeir sálmar eru eftir séra Lárus heit. Halldórsson föður Guðrúnar sál. Þúsundir manna standa þögulir og hryggir í huga með- fram stígnum, sein liggur frá Ási og til kirkjunnar, en þar byrjaði kveðjuathöfnin kl. 3Y2. Dómkirkjan sjálf er þétt-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.