Sameiningin - 01.02.1939, Síða 6
20
Þar liggur sigurvon lífsins. “.Jesús Kristur er vegur-
inn, sannleikurinn og Hi'ið.” Þar er uppspretta allrar bless-
unar vorrar. Hvernig sem undirnar kunna að blæða bregst
aldrei lífsteinninn sem græðir.
“Með þér geðrór mæti eg hverju fári,
Með þér verður sæla í hverju tári.”
Og Guð er ekki einungis í sorg og sút. Guð er í sól-
skininu, vorinu, lífsfjörinu, voninni; Guð er aflið í bylgjum
alheimsgleðinnar.
Frá eilífð til eilífðar ert þú Guð.
R. M.
Hvernig eg sá og heyrði Bryan
Eftir séra Jóhann Bjarnason
Það var í marzmánuði 1905, í borginni Chicago, að
blöðin þar fluttu þá fregn, að William Jennings Bryan
mundi verða staddur þar í l>org um næstkomandi helgi og
væri svo ákveðið, að hann flytti ræðu í fundarsal Kristilegs
félags ungra manna, á LaSalle stræti, seinnipart dags á
sunnudaginn. Hafði eg aldrei séð hinn fræga og merka
mann og kom mér fljótt í hug, að þarna væri tækifærið að
bæði sjá og heyra.
Bryan var þá á bezta aldri, um það fjörutíu og fimm
ára gamall. Svo miltið orð fór af frábærri málssnild hans
á þeim árum, að hann var talinn einhver slingasti ræðu-
maður og fyrirlesari er þá var uppi í Bandaríkjum Vestur-
heims.
Við þetta frægðarorð Bryans bættist svo það, að hann
hal'ði tvisvar verið útnefndur til forsetatignar af öðrum
voldugasta stjórnmálaflokki landsins, demókrötum, og þó
hann biði ósigur í bæði skiftin var víst nokkurn veginn al-
ment viðurkent, að hann hefði komist lengra áleiðis í von-
lausri baráttu en nokkur annar hefði getað gert. Mótsækj-
andi hans í bæði skiftin var William McKinley, mikill
maður og ágætur, merkisberi republikan flokksins, er um
þær mundir var afarvoldugur og liafði að baki sér ýmsa
hina stærstu auðmenn landsins. Og þó svona hefði farið
fyrir Bryan í tvö skifti, að hann hefði orðið af forseta-
tigninni, þá var nú aftur farið að tala um hann sem for-
setaefni. Höfðu demókratar árið áður, 1904, farið hina