Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1939, Side 7

Sameiningin - 01.02.1939, Side 7
21 verstu för í forsetakosningum, með Alton B. Parker dómara sem forsetaefni, er tilnefndur var á móti Theodore Roose- velt, er sótti undir merkjum republikana. Hafði hann komist i forsetasæti, úr vara-forseta stöðu, í september 1901, þegar McKinley var myrtur, en varð brátt umsvifamikill umbótamaður 1 embættinu og vinsæll, svo útnefningin féll honum í skaut eins og að sjálfsögðu, þó kvisast hefði, að stórlaxar í flokki Roosevelts hefðu raunar litlar mætur á honum, en treystust ekki að ganga á móti þeim almennu og miklu vinsældum, er hann var búinn að ná. Þessar feikna miklu vinsældir Roosevelts munu beinlínis eða óbeinlínis hafa dregið athygli fólks að Bryan. Báðir mennirnir liinir ágætustu. Hvor um sig afburðamaður í sínum flokki. Og hvort sem Roosevelt yrði sjálfur í kjöri 1908, eða að hann liti svo á, að hann væri búinn þá að úttaka sinn skerf al' forsetatigninni, með því að útenda seinna kjörtímabil forvera síns í embættinu og svo það tímabil, er hann var beinlínis kosinn til, hvorttveggja til samans sjö og hálft ár, þá var öllum ljóst, að forsetinn yrði stórkostlega voldugur í næstu kosningum, og að demókratar yrðu að tjalda því allra bezta er til væri, ef nokkur von ætti að vera um sigur. Stefndu nú hugir manna enn á ný að Bryan, sem hinu glæsilegasta forsetaefni, er flokkur hans ætti til, þrátt fyrir það, að hann hefði tvisvar beðið ósigur. Allstór hópur prestaskólamanna lagði nú af stað til þess að hlusta á Bryan. Búist var við mikilli aðsókn og því lagt af stað fremur tímanlega. Farið var með hraðlest á einni af þessum hábrautum, er renna húsþökum ofar. Þótti það ferðalag í þá daga, innan hinnar miklu heims- borgar, eill hið ábyggilegasta og bezta, til að komast sem fljótast yfir. Séra Björn heitinn Jónsson, er þá var prestur í Minneota, var um þessar mundir staddur í Chicago. Var að taka áframhaldsnám við prestaskólann. Urðum við sam- ferða með hraðlestinni, ásamt fleiri prestaskólamönnum. Þegar komið var að dyrum fundarhússins, var þar fyrir allmikil þyrping manna, en dyr harðlokaðar. Komumst við séra Björn nokkuð nærri dyrunum, en þó alls ekki að þeim. Leið nokkur stund og fór mannfjöldinn stöðugt vaxandi. Náði mannþyrpingin brátt yfir þvera götuna og lengdist síðan hraðfara hæði suður og norður. Loks kom að því að dyr voru opnaðar, en þó ekki ncrna í hálfa gátt. Var tilkynt að þeir einir fengju aðgang er hefðu að- göngumiða. Fór manni ekki að litast á, því enga slika miða

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.