Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1939, Síða 8

Sameiningin - 01.02.1939, Síða 8
22 höfðum við meðferðis. Ruddust menn nú hingað og þangað að úr þyrpingunni, þeir er miðana höfðu, og hurfu inn um dyrnar. Gekk æði tími í að ná þessum útvalda Jýð úr mannfjöldanum, sökum þrengsla á götunni, því menn stóðu svo þétt saman, alveg eins og sauðfé í rétl. Loks komust þeir þó allir inn og var dyrunum lokað. Var mannþyrping- in úti þá orðin svo mikil að hvergi sá út yfir. Bjóst maðui nú við, að reyna með einhverjum ráðum að komast á leið heim aftur. En ekki var hægt um vik, því hver og einn varð að vera þar sem hann var kominn. Eina ráðið var að híða við þar til útarmar þyrpingarinnar greiddust eitt- hvað í sundur, svo þeir er næstir stóðu dyrunum fengju tækifæri að smá þokast í burt. Rétt í því að maður var nú í þessum hugleiðingum, kemur það fyrir, að dyrnar opnast á ný, en aðeins í hálfa gátt eins og fyr. Var tilkynt að enn væri inögulegt að hæta við hundrað manns. Og til að vera sem sanngjarnastir höfðu ráðsmenn fundarins ákveðið að telja inn eitt hundrað manns af þeim, sem stóðu næstir dyrunum. Urðum við séra Björn þar með, einhversstaðar á milli áttatíu og níu- tíu. En þúsundir máttu hverfa frá við svo búið. Hefi eg aldrei á æfi minni séð annan eins mannfjölda sækja að nokkurri samkomu. Engir prestaskólamenn okkar, aðrir en við séra Björn, komust á fund Bryans þennan tiltekna dag. Ræðuefni Bryans var “The Prince of Peace” (Friðar- höfðinginn). (Es. 9:6). Er sá ritningarstaður sem kunnugt er, einn af hinum mörgu og merkilegu spádómum um Jesúni Krist, sem komandi Frelsara allra manna. Meðferð efnisins miðaði öll að því að hálpa mönnum til öruggrar trúar á Ivrist. Hafði Bryan oft talað um það el'ni, í styttra eða lengra erindi, eftir ástæðum. Var ræðan öll fremur prédikun en fyrirlestur. Mun hann hafa talað alt að klukkustund. Ekki hal'ði hann neitt meðferðis sér til minnis, að maður yrði var við. Mælti hann erindið látlaust af munni fram, en með alvöruþunga og lifandi áhuga. Á meðan Bryan var að tala var eg að virða hann fyrir mér. Virtist mér hann, bæði á stærð og eins utan um sig, talsvert svipaður séra Matthíasi Jochumssyni. í andlits- falli voru þeir ekki eins líkir, þó báðir væru góðmann- legir og tilkomumiklir á svip. Bryan hafði mikið vald á fögru, ensku máli, en þó held eg að íslenzka skáldið hafi staðið honum fyllilega jafnfætis sem afburða mælsku-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.