Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1939, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.02.1939, Blaðsíða 13
27 Páfinn Píus XI., páfi Rómversk-kaþólsku kirlcjunnar, dó í páfahöllinni í Rómaborg á ftalíu, í'östudaginn 10. febrúar. Hann átti við allmikla vanheilsu að stríða hin síðari ár, var nokkrum sinnum aðfram kominn. Milli veikindanna lítur út fyrir, að hann hafi haft mikið af orku og afli. Hann hafði víst mikla starfslöngun og átti sterkan vilja- kraft. Upphaflega var nafn hans Achille Ratti. Arið 1879 var hann vígður til prests. Hann hækkaði í lign og varð erki- biskup í Milan og kardínáli, en 1922 varð hann páfi. Óefað er það rétt að taka tillit til stórmenna kirkj- unnar, þótt þeir séu í annari kirkjudeild en maður sjálfur. Ivaþólska kirkjan er enn stærsta deild kristninnar. Hún er ekki einungis fjölmenn heldur einnig afar voldug. í flest- um löndum heims hefir hún mikið starf með höndum: trú- boð, mentamál og líknarstarf. Alstaðar þar sem henni er unt lætur hún sig miklu varða stjórnmálin og hefir mikil áhrif á þau. Engin önnur kirkjudeild hefir jafnmikið lag á því að safna fé til starfsmála. Því má heldur ekki gleyma, að skari hennar manna hefir feikn af fórnfýsi og hugrekki. Hún er eitt hið mesta stórveldi á þessari jörðu. Eftir stórmennum hennar er því að sjállsögðu mikið tekið. Fráfalli þessa páfa er gaumur gefinn afar mikill. Líklegast í öllum mentalöndum heimsins er umtal mikið urn þennan viðburð í ræðu og riti. Nokkur vottur þess er það, að Gyðingaprestur í Winni- peg flytur söfnuði sínum, í prédikun, all-langa umsögn um páfann og lýkur miklu lofsorði á hann. Víðast hvar mun honum hrósað mjög rnikið fyrir stjórn- vizku, lærdóm og áhuga fyrir alþjóða réttlæti. En nrest af öllu er hann rónraður með aðdáun fyrir það, sem hann hefir unnið í þarfir alheims friðar. Sagt er að seinasta orð sem hann talaði hafi verið, “friður.” í einu atriði, að minsta kosti, tókst honum að semja frið: frið við ítölsku stjórnina. Með örfáum orðum má athuga hvernig á stóð þegar hann settist í páfastól. Frarn að árinu 1870 hafði páfinn verið veraldlegur valdhafi sam- hliða því að stjórna kirkjunni. Hann réð yfir landshluta nokkrum urnhverfis “Vatíkanið,” en árið 1870 sameinuðust

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.