Sameiningin - 01.03.1943, Blaðsíða 4
34
verið betur gjört í fáum orðurn en í fræðum Lúters í sam-
bandi við fjórðu bænina: “Daglegt brauð nefnist alt sem
heyrir til fæðslu líkamans og þarfa, svo sem: matur, drykk-
ur, klæði, skæði, hús, heimili, jarðnæði, fénaður, peningar,
fjármunir, eiginkona, eiginmaður” o. s. frv. Er hér upptalið
það helzta sem menn sækjast eftir, og víst er ekki ofmælt
að segja að vit og strit mannsins beinist einkum að því
að afla sér hins daglega brauðs í þeirri merkingu sem hér
greinir. Enginn vor á meðal er þá heldur svo andlegur
að vér getum verið án þessara gæða. Á meðan vér erum í
í líkamanum verðum vér að sinna þörfum hans, og breyta
eftir því náttúrulögmáli sem hann er háður. Kristur telur
það eðlilegt og sjálfsagt. En hitt telur hann jafn eðiilegt og
sjálfsagt, að menn beiti ekki allri orku sinni til að afla sér
þessara hluta, heldur sinni einnig og jafnvel fyrst og fremst
sínum andlegu þörfum. Þess vegna segir hann: “Maðurinn
lifir ekki á brauði einu saman.”
En hávær efnishyggjan hrópar: Vér þurfum ekkert
annað en brauð. Gef oss gnægð hins daglega brauðs í
þeirri merking sem hugtakið hefir verið skilgreint, þá mun-
um vér verða ánægðir og ekki biðja um neitt annað. En
þessi aðstaða sprettur upp af sérstakri lífsskoðun, sem telur
manninn aðeins skepnu, háða sömu lögum og dýr merkur-
innar og þeim að engu verulegu leyti æðri. Líkami manns-
ins er ekkert annað en vatn og vöðvavefur. Maðurinn er
fæddur moldarinnar barn, hann nærist á moldinni í ein-
hverri mynd á meðan hann lifir, og þegar hann deyr verður
hann maðkafæða og mold. Maðurinn lifir á brauði einu
saman. Þess vegna gildir það fyrst og fremst að standa sig
í kapphlaupinu um brauðið. “Ef þú ert Guðs sonur” segir
efnishyggjan, ef þú ert óskabarn hamingjunnar, þá reyndu
að tryggja þér það að hamingjan sleppi ekki úr greipum
þér. Ef þú ert sterkur þá bjóddu öllum byrgin, sölsaðu
undir þig það af gózi og gæðum þessa heims sem þú getur
komist yfir. Einu gildir þó þú sért ekki vandur að meðölum,
því tilgangurinn helgar meðalið. Ef þú ert gáfaður þá not-
aðu hæfileika þína til að leika á einfalda, lítilsiglda sam-
ferðamenn þína, og mata krók þinn á kostnað þeirra. Ef
þú býrð yfir einhverri tækni eða hyggjuviti um fram aðra
menn þá hikaðu ekki við að gjöra steina að brauðum Stund-
aðu hverja þá atvinnu sem gefur gull í mund, og lát þig'
einu gilda almenningsálitið um heiður eða vansæmd. Ef
þú ert yfirstéttarmaður þá láttu engan skerða hluta þinn.