Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1943, Page 10

Sameiningin - 01.03.1943, Page 10
40 sitt í sögu og söng, fyrir að sigla norður í eylendurnar fyrir norðan meginland Kanada. Eg vil að það sé skilið, að eg er ekki að reyna að varpa skugga á, eða draga úr hug- rekki og hetjuanda þeirra manna, sem fyrstir sigldu sollin höf norður landanna. Þeir menn margir hverjir, lögðu út á ókunn höf, og út í ögrandi hættur, til þess aðallega, að ganga úr skugga um, að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stóð, hvort hægt væri að brjótast í gegnum ís- hrannirnar, sjá hvað þær hefðu að geyma og vita hvað lægi hinu megin við þær. Mín ferð norður, á ekkert skilt við slík ferðalög. Eg fór með eimskipi frá Montreal um hásumar ofan hið mikla og nafnkunna St. Lawrence-fljót í aðdáanlega góðu veðri. Akrar, þorp og bændabýli, skreyta fljótsbakkana beggja megin fljótsins og ná nokkuð upp í hlíðarnar, sem rísa þegar frá fljótinu dregur, en á bak við reis skógurinn bláleitur til að sjá, í sólbaði dagsins. Við sigldum vanalega skipaleið framhjá Quebec-borg, austur St. Lawrence-flóann og austur í gegnum Bell-sund- ið. Við austurenda þess, snerum við beint í norður og sigld- um meðfram Labrador-ströndinni í liðlega fimm daga áður en við komum norður að Chiddly-höfðanum, sem er norðaustur hornið á Labrador, og höfðum við þá farið um 1000 málur, í norður frá Bell-sundinu. Ferðalag þetta er frekar tiikomulítið. Að austan var hafið slétt og bjart alla leiðina, nema hvað íshroði nokkur mætti okkur er við vorum komnir rösklega miðja leið, en ekki svo þéttur að skipið kæmist ekki nokkurnveginn við- stöðulaust áfram. Að vestan lá Labrador-ströndin há og hrikaleg, skógi vaxin, fyrst alllangt norður frá Bell-sundinu, en þó fer skógurinn sí þverrandi unz hann hverfur með öllu, og skilur ströndina og eyjarnar, fram með henni sem alstaðar er mikið af, mjög gróðurlitlar — nálega berar, og berg- runnar og nær þetta gróður- og grasleysi yfir um 400 mílna svæði í suður frá Hudson Strait. Austurströnd Labrador er lægst, svo hækkar landið í vestur og er tii fjalla að sjá, sem rísa sum 6000 fet yfir sjávarmál, með snjóhvíta tinda um miðsumar. Bæði sá fjallaklasi og eins Laurentian fjöllin sem þar eru fyrir vestan lækka er nær dregur Hudson-flóanum og Hudson Strait. Viðkomustaðirnir voru tveir við Labrador-ströndina. Sá fyrri í bæ, eða þorpi, sem Hebron heitir og er á þriðja

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.