Sameiningin - 01.03.1943, Blaðsíða 11
41
hundrað mílur fyrir sunnan Chiddly-höfðann. Þorpið stend-
ur niður við sjó. Framundan eru eyjar, sem loka allri út-
sýn til hafs en höfnin er á milli eyjanna og bæjarins. í
bænum er verzlun, sem Hudson’s Bay félagið hefir haft,
en hefir nú selt stjórninni í Newfoundland. Trúboðsstöð,
eins af þeim elstu á þeim stöðvum sem Morían trúboðs-
félagið heldur uppi og um 150 Eskimóar í bænum og
grendinni.
Það var snemma morguns, sem skipið skreið inn á
milli eyjanna og inn á höfnina og lagðist við akkeri. Eg
var niður í káettu minni þegar að eg heyrði brezka þjóð-
sönginn leikinn á lúðra. Eg þaut upp á þilfar og sá eg þá
að bátur var úr landi kominn hlaðinn fólki og á meðal
þess var lúðraflokkurinn sem þjóðsönginn spilaði. Það voru
Eskimóar, sá eini Eskimóa lúðraflokkur sem til er. Bátur
þeirra fór þrjá hringi kringum skipið og höfðu þeir þá
leikið tvö lög: “God Save the King”, og “Onward Christian
Soldiers” og var mér sagt að með þeim væri músikkunn-
áttu þeirra lokið.
Hinn viðkomustaðurinn var Burwell, er það, eða var
verzlunarstöð Hudson’s Bay félagsins, er sá staður á eyju
sem liggur tiltölulega stutt fyrir sunnan Chiddly-höfðan.
Staður sá hefir lítið sér til ágætis annað en ágæta höfn,
sölubúð, íveruhús, pakkhús, hús sem lögregla Kanada-
stjórnar átti heima í, sem nú eru farnir þaðan. Nokkrir
Eskimóar áttu heima þar einhvernstaðar út með sjónum,
höfðu þeir nú komið til að skemmta sér við skipkomuna,
eins og þeirra er siður alsstaðar.
Daginn eftir 16. júlí, sá eg Baffin-eyjuna. Hún sýndist
til að sjá eins og norðurhluti Labrador-strandarinnar, hrika-
leg, ber og hrjóstrug. Á þeirri eyju átti eg heima í tvö ár
og kyntist nokkuð fólki því, sem þar býr, landslagi og
landkostum.
Baffin-eyjan er geysilega stór, 200,036 fermílur —
þriðja stærsta eyja í heimi.
Það fyrsta sem vekur eftirtekt, þegar kemur þangað,
er gróðurleysið; þar er ekkert að sjá, nema klettaklappir
og klungur. Hún er mjög mishæðótt víðast hvar, og fjöll-
ótt, að norðan og er þar að finna nokkurn jökul, eða jökul-
fjöll. Að sunnan er hún nokkuð lægri, en þar er enginn
jökull, að undanteknu einu fjalli, eða fjallgarði, sem liggur
inn í land frá Frobisher-firðinum. Á öllum öðrum suður-
hluta eyjarinnar tekur snjó á hverju sumri og heíir gjört