Sameiningin - 01.04.1943, Page 3
H>ametmngm
Alánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga
gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. i Vesturheimi.
58. ÁRG. WINNIPEG, APRÍL 1943 Nr. 4.
Páskasálmur
Jesús uppreis — Eg hann lofa
Jesús lifir hæðum á.
Eigi megum synd í sofa
Sonur Guðs er mildin há
Fórn á köldum kross hann leið
Kennarinn æðsti í lífi og deyð
Og' hans tæru táralyndir
Tóku burtu heimsins syndir.
Jesús uppreis — Eg hann prísa
Jesús lifir hæðum á
Allan heiminn upp nam lýsa
Okkur veittist blessun há
Heilagur á himni’ og jörð
Honum syngjum þakkar gjörð
Hann leið alt með hógværð sinni
. Hjartað þó af kvölum brynni.
Frelsarinn okkar frægur lifir
Fagurt lofa skulum hann
Heim og dauða hafinn yfir
Heilagan brýndi sannleikann
Gekk í kring og græddi öll mein
Guðdómskraftur fagur skein
Þúsund falda þökk skal færa
Þrí-einum Guði lof og æra.
Höfundur þessa sálms er Margrét Sigurðson frá Hlíð á
Vatnsnesi. Hún dó 25. júlí 1939, 77 ára gömul. Skömmu áður
las hún mér þenna sálm, var hún þá mjög farin að heilsu
og nærri blind. V. J. E.