Sameiningin - 01.04.1943, Blaðsíða 4
50
Fjallræðan og mannlegt líf
Fjallræðan er almennt dáð sem tilkomumikið hugsjóna
mál. Hinn látlausi einfaldleiki töfrar hugann og vekur þá
meðvitund hjá þeim, er einhvern næmleika eiga fyrir feg-
urð hugsunar og máls, að dýpri og víðtækari sjón á lífinu
blasi hér við en er að finna í ýmsri flækjuspeki þeirra er
mæla fremur af myndugleik en djúpsæi. En samfara því að
vekja slíka aðdáun er Fjallræðan ósjaldan talin utan eða
ofanvið veruleika lífsins og lítið til þess lagin að beina
braut innan um vandkvæði og vandamál þau er þrengja
að flestum á alla vegu. Hún verður mönnum þannig oft
fullkomin andstæða við raunveruleik lífsins. Á vegum lífs-
ins er svo mikið af harðneskju og vægðarleysi, en oft
minna af samúð og umburðarlyndi. Þar gnæfir við himinn
ákaflyndi græðgi og sérgæða, en sá fótumtroðinn og undir-
okaður, sem minna má sín. Þar virðist lögmálið svo gjarn-
an vera að hver sé sjálfum sér næstur, en að aðrir og
annað verði að reka á reiðanum eftir því sem verkast vill.
Innan um þetta hljóma orð Fjallræðunnar í margra eyrum
sem ömurleg kaldhæðni g’agnvart ástæðum lífsins og fram-
ferði mannanna. Þar er siðferðileg fullkomnun teiknuð í
skýrum dráttum, grundvölluð á hreinleik hjartans og hugar-
farsins, samfara hungri og þorsta eftir réttlætinu, miðuð
ekki við lágmarkskröfur lögmáls heldur við hið æðsta og
mesta, sem kærleikur til Guðs og manna getur tendrað.
Engin furða að þetta blasir við sem andstæða við raun-
veruleik lífsins í samtíð vorri — eins og það hefir áður
gert gagnvart ástæðum er þá hafa verið ríkjandi.
En þrátt fyrir þessa andstæðu milli lífsins og hug-
sjóna Fjallræðunnar, hefir einkennilegur sjálfsönnunar-
kraftur fylgt orðum hennar fyr og seinna. Hvað mjög sem
á hefir vantað að eftir henni væri farið, hefir hún vakið
þá meðvitund, sem kynslóð eftir kynslóð hefir reynst erfitt
að hrinda af sér, að hún sýni þann veg lífsins er mennirnir
þyrftu og ættu að feta. Þrátt fyrir allan veikleika mann-
legs eðlis vekur Fjallræðan bergmál Guðs anda og áhrifa
í samvizkum mannanna. Hún birtir einkenni hins sanna
og fullkomna manns, sem hefir fyrir augum Guðs tilgang
í lífinu og velferð mannanna — en það fer ætíð saman. Og
þó einkennilegt megi virðast þeim er finst Fjallræðan flytja