Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1943, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.04.1943, Qupperneq 5
 51 siðferðislegar fjarstæður fyrir þetta jarðneska líf, heyrast fleiri og fleiri raddir einmitt nú í sárum öngþveitum sam- tíðarinnar frá mönnum, sem ekki er hægt að telja neina viðvaninga í því að athuga og fást við ástæður lífsins, þess efnis að einu úrræðin séu að leggja kenningu Krists í fjallshlíðinni til grundvallar í sambúð mannanna. Margir er þetta lesa munu minnast þess að fyrir skömmu lauk Roosevelt forseti ávarpi til Bandaríkjaþjóðarinnar í út- varpinu með því að lesa og leggja áherzlu á upphafsþátt Fjallræðunnar sem tímabært hugðarmál fyrir þjóð sína. Þar sé hin sannasta lífsspeki. í fullu samræmi við þetta hefir verið hin dásamlega framkoma Madame Chiang Kai-shek, hinnar kristnu forsetafrúar Kínaveldis, á nýlok- inni ferð sinni um Ameríku. Þrátt fyrir allar þær hörm- ungar, sem þjóð hennar hefir liðið fyrir yfirgang og ofbeldi Japaníta, kemur engin biturleiki eða hatur fram í ræðum hennar, heldur andi þess kærleika, sem vill mýkja og' græða sárin. Hún er ákveðin og einbeittur lærisveinn Jesú Krists, sem telur kenningu hans hið eina sanna leiðar- i ljós fyrir villuráfandi mannkyn. Vegna snilli, gáfna og mannkosta, sem skipa henni framarlega í úrvalsliði mann- kynsins á þessari tíð, fær hún víðtæka og gaumgefna at- hygli og á hana fyllilega skilið. Hún er kraftmikill kristni- boði frá austurlöndum til vestrænna þjóða. Þeir, sem eyru hafa, þeir heyri. Eitt dæmi til skal nefnt, er áhrærir vora íslenzku þjóð. Eins og kunnugt er, er Sveinn Björnsson nú ríkisstjóri ís- lands. Þó íslenzka þjóðin hafi sloppið við hinar svæsnustu hörmungar ófriðarins, er hugsandi mönnum ljóst að þetta er örlagaþrungin tíð fyrir ættjörð vora og að miklu skiftir nú hvernig hún ræður ráðum sínum. Á síðustu áramótum flutti ríkisstjórinn ávarp til þjóðarinnar í útvarpið. Miðar erindið að því að sameina þjóðina um að sigrast á vand- kvæðum þeim er ófriðarástandið hefir skapað henni og líka að gera heppilegar ráðstafanir fyrir framtíðina. Hann víkur all ítarlega að erindi Roosevelts forseta fyrir tveim- ur árum þar sem hann lagði áherzlu á hið ferfalda frelsi er lýðræðisþjóðirnar vildu tryggja að ófriðnum loknum: 1. Málfrelsi. 2. Trúfrelsi. 3. Frelsi án skorts. 4. Frelsi án ótta. Víkur að mikilvægi þessa fyrir íslendinga eigi síður en aðra. Dregur fram dæmi úr eigin reynslu er honum finst benda til þess ákveðið hve jafnaðarhugsjónin sé að ná sér niðri bæði hjá málsmetandi Bandaríkjamönnum og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.