Sameiningin - 01.04.1943, Síða 10
56
þá liggur sára lítið sem hægt er að byggja á í þeim efnum.
Nokkrar sögur eru þó til sem lifað hafa í minni og á
tungu núlifandi Eskimóa. Ein þeirra hljóðar svo:
Iunnita-hjón ein, þau síðustu sem sögur fara af, bjuggu
í Heborn á Labrador. Maðurinn var mikill vexti og ramm-
ur að afli, svo að Eskimóum stóð stuggur af honum. Hann
var værukær og tregur til fanga og sat oft heima hjá sér,
er Eskimóar fóru til veiða, en tók svo með valdi það sem
hann þurfti af veiði þeirra er þeir komu heim. Eskimóar
þoldu yfirgang hans um hríð, en þar kom að þeim ofbauð
og tóku þeir þá ráð sín saman um það, hvernig þeir gætu
losnað undan. áþján þessari. Að semja við Iunnitann töldu
þeir þýðingarlaust, svo þeir fundu upp á því ráði að ginna
hann í burtu frá heimili sínu og setjast að honu.m nógu
margir til þess að geta ráðið hann af dögum. Vissir menn
voru valdir til að tala við hann. Tók Iunnitinn máli þeirra
mjög seinlega, kvaðst ekkert vilja undir þeim eiga og ekkert
fara út af heimili sínu. Eskimóar bentu honum á að sjálfs
sín vegna ætti hann og yrði að breyta um hætti, þá bakaði
hann sér ekki aðeins fyrirlitning og óvild allra, heldur
myndu menn álíta, að hann væri magnlaust ómenni. sem
hvorki hefði þrek né þrótt til að bera sig eftir björg sinni
á ærlegan hátt. Að síðustu lét Iunnitinn tilleiðast að fara
á veiðar með þeim. Fóru þeir þá á veiðistaðinn og tjölduðu
þar því dagur var að kvöldi kominn. Um nóttina réðust tíu
Eskimóar á Iunnitann og áður en þeir fengu ráðið hann
af dögum varð hann banamaður þeirra fjögra. Það er
ekki ólíklegt að munnmælasögur Eskimóa séu ýktar að
meira eða minna leyti, en eitt er víst, að það er alment
álit Eskimóanna á Baffin-eyjunni að Iunnitarnir hafi verið
afburðamenn að burðum.
Eftir þeim gögnum að dæma sem fyrir hendi eru, þá
hafa Iunnitarnir verið síður að andlegu atgerfi búnir en
líkamlegu. Það hefir þegar verið bent á kæruleysi þeirra
og smekkleysi í klæðaburði. Ennfremur sína leyfar, sem
fundist hafa í bæjarrústum þeirra, að þeim hefir verið
ósýnna um vopnagjörð og hugvit, en núlifandi Eskimóum.
En í einu hafa þeir skarað langt fram úr því sem fólk
það er nú byggir norður-héruð Canada og eylendur, geta
sýnt og það er í húsagerð. Húsakynni þeirra hafa verið
algjörlega frábrugðin allra annara manna flokka, sem þekt-
ir eru, og byggt hafa þessi héruð.
Fyrst í því að lunnnarmr haia átt varanleg heimili,