Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1943, Síða 12

Sameiningin - 01.04.1943, Síða 12
58 mannfleiri, en flokkur Iunnitanna. Giftingar fóru að tíðkast á milli flokkanna, þannig að Iunnitar leituðu sér kvon- fangs innan Eskimóaflokksins og Eskimóar giftust Iunnita- konum, en blöndun þessari fylgdi engin gæfa. Óánægja reis upp á milli flokkanna, mest að sagt er fyrir lausmælgi konanna, sem þannig sleptu sér út í kringumstæður, siði venjur og aðstöðu, sem þær ekki þektu. Óánægjan efldist og ylnaði unz að hún varð að fullum fjandskap. Það lenti í orustum á milli flokkanna og er sagt að Eskimóarnir hafi á endanum orðið yfirsterkari sökum þess að þeir voru miklu mannfleiri. Svo hafa drepsóttir sjálfsagt átt sinn þátt í að eyðileggja þá, sem dæmi upp á þá hlið eyðilegg- ingarinnar er eftirfylgjandi dæmi sem Klabban biskup sagði mér, og sem hann sjálfur sá. Á Southampton-eyjunni í Húdsons-flóanum, er all mikið af bæjaleyfum Iunnita. Á svefnfleti í einum þessara bæja, sem var mjög hruninn fundust beinagrindur Iunnita, lágu beinagrindurnar hlið við hlið, eins og fólk það hefði háttað eða lagst til svefns, en aldrei risið upp aftur. Sagt er að síðustu afkomendur Iunnítanna hafi liðið undir lok á Sauthhampton-eyjunni kringum síðustu aldamót. Allmikið hefir verið gjört að því að grafa í bæjarrúst- um Iunnítanna, en það sem fundist hefir varpar litlu ljósi á háttu þeirra eða líf, þó virðist það sem eg hefi séð af þeim fornminjum og eg held að mér sé óhætt að segja það sem fundist hefir benda til þess að Iunnítarnir hafi verið hugvitsminni og óverkhagari en núlifandi Eskimóar. Eg sagði hér að framan, að enginn vissi um uppruna Iunnítanna, og er það víst satt. En þrjár tilgátur hefi eg séð settar fram af fræðimönnum, sem þá hluti hafa at- hugað, og er þó engin þeirra líkleg, frá mínu sjónarmiði, og ein þeirra með öllu fráleit. Fyrsta tilgátan er, að Iunnítarnir hafi verið sömú ættar og mannflokkur sá er nú byggir norður-héruð Canada og eyjarnar í norðurhöfum, eða af Mongólskum uppruna, en verið stærri, þroskaðri og sterkari en nútíðar Eskimóar. Önnur, að Iunnítarnir hafi verið blendingur Indíána og einhvers annars flokks manna, sem í þessu landi hafi búið í fyrndinni, og fyrir einhverjar ástæður hafi borist norður í höf. Þriðja, að þar sé um að ræða íslendingana frá Græn- landi, sem týndust og hurfu inn í þoku ísa og auðnar. Þessi síðasta tilgáta fræðimannanna er neyðartilgáta,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.