Sameiningin - 01.04.1943, Qupperneq 13
59
sett fram til þess að láta það eitthvað heita, því við ofur-
litla athugun er það augljóst, að slíkt er með öllu óhugsan-
legt. Hvernig á maður að gera sér grein fyrir afmenningu
íslendinganna frá Grænlandi í mynd og máli á.niðurgýngu
þeirra frá því menningarstigi, er þeir stóðu á á Græniandi
og ofan til Iunnítanna, án þess að eitt einasta spor sé
sjáanlegt á allri þeirri afturfararleið? Svo er annað að það
er vitanlegt að bæði Iunnitarnir og Eskimóarnir þektu til
íslendinga á Grænlandi eins snemma og árið 1262 og í
máli Eskimóa bera þeir sérstakt nafn, nafnið “Kablúnaít”
(hvítu mennirnir). En það, að Iunnítarnir og Eskimóarnir
skildu hvers annars mál — töluðu að miklu, eða mestu
leyti sama málið bendir sterklega til sameiginlegs uppruna.
Meira.
' Slíkur er þinn arfur
i »
í smábæ einum í Júgóslavíu hjó maður sem Pétur
hét. Hann var bókhneigður og tók allmikinn þátt í stiórn-
málum. Hann var kvæntur ungri konu, sem hét María.
Þegar María var komin langt á leið að fyrsta barni
þeirra hjóna námu Þjóðverjar bæinn sem þau bjuggu í
herskyldi og þar með heimili þeirra hjóna og dálitla verzl-
un er Pétur veitti forustu og þau áttu. Pétur komst. úr
greipum ránsmannanna og leitaði á mörkina þar sem ætt-
jarðarvinirnir söfnuðust saman til varnar. Skömmu síðar
varð Pétur fyrir skoti frá óvinunum, en áður en hann dó
vanst honum tími til að ná ritblíi úr vasa sínum og rita
bréf til sonar síns sem enn var ekki fæddur.
Félagar Péturs fundu lík hans og bréfið sem var
ólokað. Bréfið gekk mann frá manni, því þegar það fanst
voru engin tök á að koma því til skila og varð alsherjar
herhvöt á meðal þeirra er það lásu.
Ekki er óhugsandi að bréfið hafi tekið nokkrum breyt-
ingum að því er stíl og orðfæri snertir á meðan að það
gekk manna á milli, en boðskapur þess var eins sannur,
þegar höfundur þess reit það undir laufþyt trjánna, eins
og hann var þegar það barst til London og var opinberað
heimi öllum.
“Barnið mitt, sem sefur enn undir brjóstum móður
þinnar og ert að safna kröftum til fæðingahríðanna. Eg