Sameiningin - 01.04.1943, Qupperneq 14
60
óska að þú megir njóta blessunar og hamingju. Enn hefir
þú ekki öðlast fullkomna mynd, né heldur getur þú andað
eða séð, en þegar tími þinn kemur og hennar móður þinn-
ar, sem eg elska innilega, þá verður þér gefið eitthvað
það, er veitir þér styrk til að berjast fyrir ljósi og lífi.
Slíkt er arfur þinn, slíkt er hlutskifti barns, sem af konu
er fætt — að berjast fyrir lífinu og halda í horfi án þess
að vita hvers vegna. Megi ljós vonarinnar, sem vermir og
temprar æsku þína aldrei deyja, eða dvína, heldur lifa og
lýsa lífið út, svo að þegar dagsverkinu er lokið og dag-
arnir löngu liðnir, að þá megir þú enn, vera eins og ljósker
vökumannsins við enda afskekkts vegar — elskaður og virt-
ur fyrir birtu þá er þú í auðmýkt stráðir á veg allra góðra
vegfarenda sem þrá í myrkri ljós, og í kulda yl.
Þrá til þekkingar, æfintýra og ódauðleika, meðvitund
verður þér í skaut lagt barnið mitt. Legðu alla stund á að
varðveita það með það leiðarljós í hjarta, sem leitar gulls-
ins hinumegin regnbogans, haglendisins græna hinumegin
eyðimerkurinnar, dagrenningarinnar hinumegin sjávarins,
og Ijóssins fyrir handan myrkrið.
Eg vona að þú megir leita og stríða af einlægni i
heimi þessum, sem reynir og þreytir svo mjög þrek mann-
anna og með óbilandi hugrekki.
Vertu staðfastur í trú þinni, en láttu dómgreind þína
vaka yfir hverju að þú trúir.
Vak þú yfir móttöku þroska þíns, en tileinkaðu þér
það eina, sem dómgreind þín segir þér að sé rétt.
Varðveittu lífsþrá þína, en útiloka hræðslu við dauðann
úr huga þér. Lífsgleðina verður þú að varðveita annars
fær líf þitt ekki notið sín, þó má lífselskan aldrei úr hófi
ganga.
Varðveittu vinargleði þína; lærðu aðeins að þekkja þá
sem þú velur þér fyrir vini.
Gæt skapferlis þíns; varðveittu andúð þína aðeins til
•þess að mótmæla því sem dómgreind þín segir þér að
sé rangt.
Varðveittu aðdáun þína fyrir því sem fagurt er og'
undursamlegt, svo sem ljósi sálarinnar og þrumum lofts-
ins, regni sumarsins og stjörnum himinsins, vindi og sjó,
vexti trjánna uppskeru jarðarinnar og mikilleik víkings-
lundarinnar.
Varðveittu fróðleiksþroska þinn; gleymdu ekki að hata
lýgina, og glataðu ekki hæfileikanum til að fyrirlíta ódreng-